Saga - 2018, Side 167
eins sjá fínan matartilbúning væri þess kostur“.68 Hinir nýju borg-
aralegu siðir voru því eftirsóttir þrátt fyrir margar gagnrýnis -
raddir.
Í Kvennafræðaranum eru ítarlegar leiðbeiningar um hvernig
skyldi bjóða upp á kaffi. Elín skrifaði um undirbúning kaffiborðsins,
hvernig pússa skyldi borðbúnað, „puntudúka“ og að alltaf skyldi
setja salt, krydd, vatnsflösku og „eitt eður fleiri vatnsglös“ á borðið:
„Þegar vatni er hellt í glas, ef fleiri eiga að brúka það, má ekki hella
meiru í það enn menn ætla sjer að drekka, svo að sá, sem næst vill
brúka glasið, fái það tómt. Þess skal og gæta, að taka ávallt utan um
glasið en setja ekki fingurinn ofan í það.“69 Himinn og haf er milli
glasaleiðbeininga Þóru og Elínar, og er augljóst að þótt þær hafi
setið á svipuðu auðmagni voru bækurnar mjög ólíkar.70 Leiðbein -
ingarnar um framreiðslu voru ekki síðri: Sykur, mjólk, kaffikanna
og, þegar mikið var við haft, kakan átti allt sinn fasta stað á kaffi-
borðinu. Ef allir áttu að skenkja sér sjálfir skyldi rétta kaffikönnuna,
eins og aðra hluti, til vinstri svo sá sem sat við hliðina fengi könn -
una á hægri hönd. Ef um fínni viðburði var að ræða átti að sjálf -
sögðu að nota sparistellið.71 Leiðbeiningar sýna vel hið menningar-
lega auðmagn sem Elín sjálf bjó að.
Elín varð fyrst matreiðslubókahöfunda til að skrifa um borðsiði.
Allir áttu að vera kurteisir, olnbogar máttu ekki vera á borðum og
bannað var að „sötra matinn upp í sig nje kjamsa“. Ekki mátti setja
meira en eina tegund á hverja brauðsneið og bein, hníf og gaffal
mátti hvorki leggja á dúkinn né gólfið (á meðan borðað var).72 Góðir
borðsiðir gátu endurspeglað uppeldi persónunnar og menningu
heimilisins og töldust þeir því til menningarlegs eða táknræns
auðmagns. Bourdieu notaði til dæmis borðsiði í kenningu sinni um
veruhátt (e. habitus) og hvernig slíkir siðir endurspegla stöðu ein-
staklingsins í samfélaginu. Við mótumst af þess háttar reglum og
„fallega framreiddur matur“ 165
68 Erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur, bls. 150–151.
69 Elín Briem, Kvennafræðarinn (Reykjavík: Félagsprentsmiðjan 2. útg. 1891), bls.
340–341.
70 Meðan Þóra birti uppskriftir um til dæmis „afbrennt rauðvín, champagne
púns, toddý og whiskey“ snerist drykkjarval Elínar um kaffi, te og súkkulaði,
enda þótt enn væru 26 ár þar til áfengisbannið á Íslandi tók gildi. Þóra
Jónsdóttir, Ný matreiðslubók, bls. XVI; Elín Briem, Kvennafræðarinn 2. útg., bls.
VIII. Um áfengisbannið sjá: Helgi Skúli kjartansson, Ísland á 20. öld, bls. 206.
71 Elín Briem, Kvennafræðarinn 2. útg., bls. 342–343.
72 Sama heimild, bls. 341.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 165