Saga - 2018, Qupperneq 169
tíða réttir“ í matreiðslubók sinni,78 en samkvæmt því bar húsmóð -
irin ábyrgð á því að gera fólki dagamun með þeim máltíðum sem
voru í boði. Í inngangi þriðju útgáfu bókarinnar, sem Steingrímur
Matthíasson læknir ritaði og út kom árið 1927, má sjá að talað er til
lesandans sem yfirmanns og fræðara:
Því miður kemur það all-oft fyrir, að eldhússtúlkur eru erkisóðar og
kemur það venjulega af hugsunarleysi og óhagsýni, og dugar ekki að
taka hart á því, því að hjer er ekki um neinar ásetningssyndir að ræða.
Besta ráðið til þess að kippa þessu í lag er, að koma þeim til að nota
heilann og hugsa um verkið, sem þær eiga að gera. Það er því miður
algengt, að eitt af aðaleinkennum eldshússtúlkunnar er óhreinar hend -
ur og kolkrímótt andlit.
Húsmóðirin átti að kenna stúlkunum að vinna vel hin ýmsu verk -
efni og sjá til þess að hlutir eins og sápa og handklæði væru í eld-
húsinu svo þær gætu þrifið sig.79 Hér er lesandinn ekki bara venju-
leg húsmóðir eða eldhússtúlka, heldur vinnuveitandi sem bar
ábyrgð á starfsfólki. Það að húsmóðirin átti að bera ábyrgð sýnir
mikilvægi hlutverksins.
Jóninna birti leiðbeiningar um skreytingar, en það hafði Þóra
Jónsdóttir ekki gert hálfri öld fyrr. Hér fór því að bera á aukinni
áherslu á fagurfræði. Hún mælti með blómum á borðið, að servíett-
urnar væru brotnar saman og að hvítt brauð væri borið fram við
hátíðleg tilefni, sem gæti hafa verið til að sýna stöðu heimilisins.
Jóninna skrifaði að „til þess að maturinn þyki góður, þarf að bera
hann snoturlega á borð“.80 Sjálf framsetningin hafði því áhrif á gæði
matarins.
Flestir höfundanna hvöttu húsmæður til að vera sparsamar og
hyggnar. Ein af þeim var Fjóla Stefánsdóttir en hún hafði numið
hús mæðrafræði í Sorø í Danmörku81 og var fyrsta forstöðukona
„fallega framreiddur matur“ 167
78 Jóninna Sigurðardóttir, Ný matreiðslubók fyrir fátæka og ríka með heilsufræðilegum
inngangi eftir Steingrím Matthíasson héraðslækni (Akureyri: Prentsmiðja Björns
Jónssonar 1915), bls. III.
79 Jóninna Sigurðardóttir, Matreiðslubók með heilsufræðislegum inngangi eftir Stein -
grím Matthíasson (Akureyri: Þorsteinn M. Jónsson 1927) bls. 29–31. Að sögn
Jessmyn Neuhaus átti millistéttarhúsmóðirin í Bandaríkjunum á nítjándu öld
ekki að elda sjálf heldur hafa þjónustustúlkur í slíkum störfum. Neuhaus,
Manly Meals and Mom’s Home Cooking, bls. 12−13.
80 Jóninna Sigurðardóttir, Matreiðslubók, bls. 369–370.
81 kona, „Húsmæðraskólinn á Ísafirði“, Vestri (14:26) 1915, bls. 102.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 167