Saga - 2018, Side 170
Húsmæðraskólans Óskar á Ísafirði.82 Árið 1915 gaf Fjóla út Mat -
reiðslu bók, leiðbeiningar handa almenningi, þar sem hún benti á að það
krefðist efnahagslegs auðmagns að kaupa það sem mann langaði í:
„Þeir sem vel eru efnum búnir geta látið bragðið ráða við matar-
kaupin“. Það gátu því ekki allir keypt sér mat eftir bragðlaukunum;
húsmæður áttu að „sníða sér stakk eftir vexti“ því að þeim yrði
kennt um ef búskapurinn gengi illa.83
Smekkvísi
Árið 1940 gaf Helga Thorlacius út Matreiðslubók. Bjarni Bjarnason
ritaði formála að bókinni þar sem hann lofaði notkun Helgu á
íslenskum nytjajurtum „þegar hverri þjóð ber skylda og nauðsyn til
að búa sem bezt og mest að sínu“84 en Helga var þekkt fyrir að beita
sér fyrir því að Íslendingar neyttu meira grænmetis.85 Guðrún
Lárus dóttir þingmaður fékk Alþingi til að styrkja Helgu til að halda
matreiðslunámskeið árið 1936 og bað árið 1938 aftur um styrk, nú
fyrir útgáfu matreiðslubókar. Í ræðu sinni um fjárlögin 1939 sagði
Guðrún: „Ég held líka, að þessi kona hafi aflað sér svo staðgóðrar
þekkingar á þessum málum, að tryggt sé, að ráðleggingar hennar
komi að miklum notum“.86 Svo fór að Helga fékk 400 kr. frá Alþingi
til að gefa út bókina.87
Í stuttum inngangi lýsti Helga því hvernig borðstofuborðið
skyldi dekkað: „Vel búið matborð þarf ekki að vera dýrt, ef það er
undirbúið af smekkvísi og nákvæmni“ og átti dúkurinn og puntu-
dúkarnir að vera hvítir og sléttir. Hnífapör skyldu gljáfægð, bilin á
milli diska vera jöfn og blóm eða vasi á miðju borðinu.88 Bourdieu
segir að þeir sem búi að minna efnahagslegu auðmagni aðhyllist
sigurbjörg elín hólmarsdóttir168
82 Elsa Bjartmars, „Húsmæðraskólinn Ósk á Ísafirði 75 ára“, Morgunblaðið 2. des-
ember 1987, bls. 66.
83 Fjóla orðaði það svo: „enda er bruðlunarsöm húsmóðir eldur í búi hvers
manns“. Fjóla Stefánsdóttir, Matreiðslubók, leiðbeiningar handa almenningi (Reykja -
vík: Gutenberg 1916), bls. 17–18.
84 Helga Thorlacius, Matreiðslubók. Með formála eftir Bjarna Bjarnason lækni
(Reykjavík: H.F. Leiftur 1940), bls. 5.
85 „Matreiðslubók“, Fálkinn 13:35 (30. ágúst 1940), bls. 15.
86 Alþingistíðindi 1938 B, d. 118.
87 Vef: Sþ. 565. Fjárlög fyrir árið 1939, bls. 39, https://www.althingi.is/altext/53/
s/pdf/0565.pdf, 21.12.2017.
88 Helga Thorlacius, Matreiðslubók, bls. 7.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 168