Saga - 2018, Page 171
smekk þar sem fyrir koma orðin praktískt, einfalt og mikil gæði.89
Í leiðbeiningum Helgu er þessi þráður skýr — að það sé velsæm-
andi að halda frekar látlaust og hagkvæmt boð sem sýni „góðan“
smekk. Sama ár og Helga gaf út bók sína komu út tvær bækur sem
lögðu áherslu á grænmeti og ber. Höfundar bókanna minntust ekki
einu orði á framreiðslu heldur var áherslan á nýtingu og heil-
brigði.90
Páskaliljur á páskaborðið
Hin ókrýnda drottning íslenskra matreiðslubóka, Helga Sigurðar -
dóttir, lagði sérstaklega mikla áherslu á upplifun í kringum mál -
tíðina. Helga var bróðurdóttir Jóninnu, fædd 1904, dóttir Sigurðar
Sigurðssonar, sem þá var skólastjóri Bændaskólans á Hólum en varð
síðar búnaðarmálastjóri, og konu hans, Þóru Sigurðardóttur.91 Þegar
Helga var 18 ára fór hún til Danmerkur, í húsmæðraskóla á Valde -
gaard, síðan í Ollerup-lýðháskólann og endaði svo í húsmæðra-
kennaraskóla Birgitte Berg-Nielsen, þar sem hún lauk námi 1926.
Einnig var hún um tíma í Statens Vitaminlaboratorium.92 Helga gaf
út fyrstu matreiðslubók sína, Bökun í heimahúsum, árið 1930 og borg -
aði sjálf fyrir útgáfu hennar, eins og hún átti eftir að gera með margar
af matreiðslubókum sínum. Helga barðist fyrir stofnun fyrsta
húsmæðrakennaraskóla á Íslandi og varð skólastjóri hans 1942, er
hann tók til starfa, og gegndi hún því starfi til dauðadags árið
1962.93
Í umsögn Vikunnar um grænmetis- og síldarsýningu Húsmæðra -
kennaraskóla Íslands árið 1945, sem 6000 manns heimsóttu á fjórum
dögum, skrifar blaðamaður: „Mikinn svip setti það á hin einstöku
föt, að „servíettur“ voru á fötunum, mismunandi háar, skreyttar
blóm um. Það vakti og athygli, að borðið var skreytt reyniberjum og
„fallega framreiddur matur“ 169
89 Bourdieu, Distinction, bls. 378–379.
90 Gunnlaugur Claessen og kristbjörg Þorbergsdóttir, Berjabókin (Reykjavík:
Ísafoldarprentsmiðja H.F. 1940) og Helga Sigurðardóttir, Grænmeti og ber allt
árið (Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja H.F. 1940).
91 Helga Sigurðardóttir, Matur og drykkur, 6. útg. Inngangur eftir Nönnu Rögn -
valdardóttur (Reykjavík: Opna 2009).
92 „Húsmæðrakennaraskóli Íslands“, Vikan 8:43 (25. október 1945), bls 1, 3, 7 og
15, einkum bls. 3.
93 Helga Sigurðardóttir, Matur og drykkur, 6. útg, inngangur Nönnu Rögnvaldar -
dóttur.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 169