Saga - 2018, Qupperneq 172
blöðum með haustlitum.“94 Helga þótti smekkkona og í því sést
viðurkenning á menningarlegu auðmagni hennar, en Bourdieu hélt
því fram að til þess að skilja og sýna réttan smekk þyrfti þekkingu
á því hvað teldist smekklegt hverju sinni.95 Matreiðslubóka höfund -
urinn Nanna Rögnvaldardóttir segir í inngangi sjöttu útgáfu ritsins
Matur og drykkur, árið 2009, að í hugum landsmanna hafi aðals merki
Helgu verið: „Stöðug fróðleiksfýsn og leit að því nýjasta og besta,
hagsýni og skilningur á högum hinnar venjulegu húsmóður en líka
á löngun okkar allra til að tjalda því sem til er og veita vel þegar
kostur er“.96
Helga rökstuddi útgáfu bókarinnar Kaldir réttir og smurt brauð,
sem út kom 1933, með því að tala um framreiðslu matar sem eitt af
mikilvægustu hlutverkum hverrar húsmóður:
Ég hefi reynt að lýsa sem fjölbreyttastri framreiðslu á köldum mat og
smurðu brauði, í þeirri von að það geti komið húsmæðrum að góðu
haldi við framreiðsluna, því fátt af heimilsstörfunum hefir eins mikla
þýðingu og fallega framreiddur matur, og engan mat er hægt að gera
eins skrautlegan og kaldan mat, en það fer mest eftir eigin smekk og
ástæðum.97
Bókin átti að fræða íslenskar húsmæður um hvað væri nýtt og
móðins en hér kynnti Helga nýja rétti og aðferðir sem gáfu hús -
mæðrum tækifæri til að sýna að þær fylgdust með. Ári seinna gaf
Helga út kennslubók í matreiðslu, Lærið að matbúa, þar sem ekki var
minnst á framreiðslu matarins.98 Nanna Rögnvaldardóttir gefur til
kynna að bækur Jóninnu og Elínar hafi verið orðnar frekar gamal-
dags á þessum tíma en Helga sjálf verið „nýkomin frá kaupmanna -
höfn, þar sem hún hafði kynnst alls konar nýjungum“ og þess vegna
fundist eitthvað vanta. Helga ferðaðist reglulega til annarra Norður -
landa og birti í bókum sínar nýjungar þaðan.99
sigurbjörg elín hólmarsdóttir170
94 „Húsmæðrakennaraskóli Íslands“, Vikan 8:43 (25. október 1945), bls. 1, 3, 7 og
15, einkum bls. 3 og 7.
95 Bourdieu, Distinction, bls. 2–3.
96 Helga Sigurðardóttir, Matur og drykkur, 6. útg, inngangur Nönnu Rögnvaldar -
dóttur.
97 Helga Sigurðardóttir, Kaldir réttir og smurt brauð, bls. 3.
98 Helga Sigurðardóttir, Lærið að matbúa, matreiðslubók og ágrip af næringarfræði
(Reykjavík: höfundur 1934).
99 Helga Sigurðardóttir, Matur og drykkur, 6. útg., inngangur Nönnu Rögn valdar -
dóttur.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 170