Saga - 2018, Síða 173
Gestgjafahlutverkið náði ákveðnum hápunkti í bókinni Matur og
drykkur sem út kom árið 1947. kaflaheiti eru til dæmis: „Að dúka
daglegt borð — Miðdegisverður, kvöldborð og Veizluborð“, „Há -
degis verður“ og „Gestaboð“. Leiðbeiningarnar voru nákvæmar og
til dæmis voru ljósmyndir af því hvernig ætti að halda á hnífa -
pörum, borða ávexti og drekka kaffi. Auk þess var einstaklingurinn,
bæði klæðnaður hans og framkoma, orðinn enn mikilvægari en
áður. Í kaflanum „Að ganga um beina“ beindi Helga sjónum að
útliti þjónustustúlkna: „Við hátíðleg tækifæri skal hún vera klædd í
svartan kjól með löngum ermum og hvítum uppslögum, hafa litla
hvíta svuntu, hvítan kappa og létta skó.“ Helga hafði bætt nokkrum
atriðum við borðsiðina; ekki mátti lesa við borðið, súpa skyldi
borðuð úr hlið skeiðar „en grauturinn úr henni beinni“. Ekki mátti
halda of neðarlega á skeið, gaffli eða hníf, börn máttu ekki grípa
fram í fyrir fullorðnum og enginn fyrir húsbændum.100
Mikill áhersla var á borðskraut og að leggja á borð og var köfl-
unum um hvernig leggja skyldi á borð skipt í þrennt eftir hátíðleika.
„Veizluborðið“ var lengsti kaflinn enda undirbúningurinn tímafrek-
ur og veislan tækifæri til að flagga því auðmagni sem húsmóðirin
bjó að. Að áliti Helgu sýndi það góðan smekk að skreyta borðið með
blómum, ávöxtum, kertastjökum og svo framvegis, en mikilvægt var
að litirnir pössuðu vel við stellið og lit herbergisins. Helst áttu litirnir
og skreytingarnar að gefa árstíðina til kynna eða tilefni veislunnar;
til dæmis voru páskaliljur tilvaldar á páskaborðið. Það var „kurteisi“
að hafa litla matseðla á borðinu, helst í sömu litum og borðskreyting-
arnar. Borðið átti að vera eins breitt og hægt væri, helst 1–1,3 m, og
lengdin átti að gefa hverjum gesti u.þ.b. 60–70 cm við borðið. Ástæð -
an fyrir því var sú „að mjög erfitt er að ná hinum rétta hátíðablæ á
mjó borð.“ Hitastigið í herberginu mátti ekki fara yfir 15–16°C og átti
loftið í herberginu að vera hreint og án matarlyktar.101 Þessar lýs -
ingar sýna að ekki var hlaupið að því að halda góða veislu og krafð -
ist það undirbúnings, tíma, peninga og þekkingar.
Eins og vikið var að hér að framan hefur Viðar Pálsson notað
veislur á tímum Snorra Sturlusonar sem dæmi um að efnahagslegt
auðmagn hafi ekki alltaf verið það mikilvægasta þegar kom að völd-
um og virðingu. Hann vísar til rannsókna Peters J. Wilson og Helga
Þorlákssonar þegar hann segir:
„fallega framreiddur matur“ 171
100 Helga Sigurðardóttir, Matur og drykkur, bls. 452–463.
101 Sama heimild, bls. 455–458.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 171