Saga - 2018, Síða 175
Helga útlistaði einnig hvernig taka skyldi á móti gestum og
kynna þá hvern fyrir öðrum, hverjir ættu að sitja saman, hvernig
kynna skyldi borðdömur fyrir borðherrum og hvernig gengið skyldi
til borðs. Húsbóndinn átti helst að bjóða gesti velkomna með stuttri
ræðu og skyldi allavega einn gestur þakka fyrir sig „í nafni hinna“.104
Hallgerður Gísladóttir, sem rannsakaði jólasiði Íslendinga á tuttug-
ustu öld, nefnir að formleg boð til veislu, til dæmis með boðskort-
um, hafi verið frekar sjaldgæf. Einnig kemur fram hjá Hall gerði að
Íslendingar hafi spilað á spil, leikið leiki, sungið og dansað,105 en af
þessum skemmtunum nefnir Helga aðeins söng.
„Gestrisni hefur alltaf verið í heiðri höfð af Íslendingum,“ skrif -
aði Helga og fór í gegnum ákveðnar reglur sem áttu útgangspunkt
sinn í heiðri hússins og heimilisfólksins:
umhverfið hefur mikil áhrif á glaðværðina, og af þeim ástæðum verður
að leggja áherzlu á það, að hafa herbergi og mat- eða kaffi-borð svo
snyrtilegt sem föng eru á. Hið sama gildir einnig um klæðnað barnanna
og húsbændanna sjálfra … Hvað veitingar snertir, þá hefur það ekki
mestu þýðingu að bera fram marga og fína rétti, heldur fáa og góða.106
klæðnaður, umhverfið, samtöl, matur — allt var þetta hluti af því
að halda góða veislu, sem þýddi að fjölskyldan kom vel út í augum
annarra. Það voru þó ekki einungis gestgjafarnir sem áttu að fara
eftir ákveðnum leikreglum heldur einnig gestirnir, og Helga lýsti
því auðvitað hvernig þeir skyldu haga sér.107 Þótt sjá megi hluta
þessara leiðbeininga í eldri matreiðslubókum, fjallar Helga meira en
aðrir um það hvernig skapa eigi orðstír. Færa má rök fyrir því að
slíkar samkomur hafi getað aukið félagslegt auðmagn kvenna ef rétt
var að boðinu staðið.
Sænski sagnfræðingurinn Boel Berner hefur rannsakað hvernig
ný heimilistækni í Svíþjóð átti að sýna konum að þær væru ekki
gleymdar heima í þvottahúsinu heldur partur af nútíma væð ingu
landsins. Eftirstríðsárin hafi snúist um að byggja upp velferðarsam-
„fallega framreiddur matur“ 173
104 Sama heimild, bls. 463–464.
105 Hallgerður Gísladóttir, „Góða veislu gjöra skal“, Kvennaslóðir, rit til heiðurs
Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi. Ritstj. Anna Agnarsdóttir, Erla Hulda
Halldórsdóttir o.fl. (Reykjavík: kvennasögusafn Íslands 2001), bls. 354–366,
einkum bls. 359–360.
106 Helga Sigurðardóttir, Matur og drykkur, bls. 462–463.
107 Sama heimild, bls. 463.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 173