Saga - 2018, Side 176
félag þar sem skynsemi, sameining og jafnrétti var haft að leiðarljósi.
Ný tækni fyrir heimilið átti þannig að sýna húsmæðrum að þær
væru hluti af þessu stóra verkefni.108 Með því að konum var gefið
færi á að taka þátt í nútímavæðingunni á þennan hátt var þeim
einnig kerfisbundið haldið inni á heimilinu. Þannig er hægt að líta
á Mat og drykk sem tilraun til að skrifa konurnar inn á heimilið aftur,
eftir seinna stríð, en þó með tengslum við hið nýja — hið borgara-
lega.109 Gestgjafahlutverkið má þannig túlka sem opinbert rými á
einkasviðinu, þar sem konan fékk meiri félagslega ábyrgð. Þessar
bækur koma út á þeim tíma sem hefur verið nefndur „þöglu árin í
íslenskri kvennabaráttu.“110 Í því ljósi var þetta ráðrúm kvenna inni
á heimilinu ennþá mikilvægara en ella. Franska fræðikonan Hélène
Le Dantec-Lowry hefur skifað yfirlitsgrein um konur og matreiðslu-
bækur. Þar kemur fram að tímasparnaður bandarískra húsmæðra
um miðja tuttugustu öld, sem átti að koma af sjálfu sér í kjölfar
niður suðuvara, frystivara og aukinnar tækni, hafi aldrei skilað sér til
húsmæðranna. Ástæðan væri sú að samtímis hafi krafan á hús -
mæður um til dæmis nýstárlega rétti, kokkteil- og matarboð auk -
ist.111 Hlutverk húsmæðra breyttist þannig í takt við nýja tíma, þótt
það væri enn jafn krefjandi og áður, og snerist ennþá um heimilið.
Tískan og hófsemi
Sigfríður Nieljohniusdóttir gaf út bókina Húsmæðrabókin. Hússtörf,
smurt brauð og bökun árið 1951, en hún var fædd árið 1920. Foreldrar
hennar voru Nieljohnius Ólafsson verslunarmaður og Ólöf Sigurðar -
sigurbjörg elín hólmarsdóttir174
108 Boel Berner, „Det amerikanska hemmet möter „folkhemmet““, Amerika og det
gode liv, material kultur i Skandinavian i 1950‘erne og 1960‘erne. Ritstj. Dorthe
Gert Simonensen og Iben Vyff (Odense: Syddansk Universitetsforlag 2011),
bls. 102.
109 Jennifer Horner hefur til dæmis rannsakað matreiðslubók Betty Crocker í
Bandaríkjunum og hvernig hún var hluti af því að endurhanna kynjahlut-
verkin eftir seinni heimsstyrjöld, þar sem konur höfðu verið á vinnumarkaði
en áttu nú að fara aftur inn á heimilin. Ashley, Hollows, Jones og Taylor, Food
and cultural studies, bls. 155–156.
110 Sigríður Matthíasdóttir og Þorgerður Einarsdóttir, „Færar konur. Frá mæðra-
hyggju til nýfrjálshyggju — hugmyndir um opinbera þátttöku kvenna 1900–
2012“, Saga LI:1 (2013), bls. 53–93, einkum bls. 68.
111 Hélène Le Dantec-Lowry, „Reading Women’s Lives in Cookbooks and Other
Culinary Writings“, bls. 109–110.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 174