Saga - 2018, Síða 177
dóttir og var faðir hennar talinn „einn af þekktustu borgurum
Reykja víkur.“112 Sigfríður lagði minni áherslu á félagslega ábyrgð
húsmóðurinnar sem gestgjafa og meiri áherslu á fagurfræði. Leið -
beiningarnar gáfu til kynna að skreyta ætti eftir nýjustu tísku og ef
húsmóðurina langaði til að gera eitthvað frumlegt átti hún að samt
að gæta þess að borðið bæri vott um góðan smekk: „Nú á tímum
leyfir tízkan, að matarborð séu dúkuð á margvíslegan hátt. Notaðir
eru gljáandi damaskdúkar, heimaunnir dúkar, fiskinet, silkisjöl, köfl-
óttir eða röndóttir baðmullardúkar, já, í stuttu máli sagt, hvað sem
fyrir hendi er.“ Hægt var að sýna góðan smekk þrátt fyrir skort á
fjárhagslegu auðmagni, en Sigfríður reyndi að útlista hugmyndir
sínar um góðan smekk þannig að hentaði öllum stéttum. Það gerði
hún meðal annars með því að benda á að ódýrum stellum í fallegum
litum gæti svipað til fínasta postulíns.113
Unga stúlkan og eldshússtörfin kom út árið 1967 og var skrifuð af
þeim Vilborgu Björnsdóttur og Þorgerði Þorgeirsdóttur sem kennslu -
bók fyrir gagnfræðaskóla. Þær voru báðar heimilisfræðikennarar við
Laugarnesskóla og nýttu sér bók Helgu Sigurðardóttur, Lærðu að
matbúa frá 1934, við kennsluna áður en þær ákváðu að gera nýja
kennslubók.114 Í umsögn um bókina segir að hún fjalli um þau ýmsu
störf „sem læra þarf til heimilishalds, auk matreiðslu“.115 Í henni
voru verklegar leiðbeiningar um hvernig skyldi leggja á borð, að
gæta smekkvísi þegar borðið væri skreytt „í hófi“. Borðsiðirnir voru
þeir sömu og áður og átti lesandinn að „gera máltíðina ánægjulega“.
Ef lesandinn gekk um beina átti hann að bjóða húsmóðurinni síðast,
ef hún hafði þá ekki verið fyrst. Bókin var skrifuð sem kennslubók
og markhópurinn ungar stúlkur, hin nýja kynslóð kvenna.116
Þremur árum eftir útgáfu bókarinnar var Rauðsokkahreyfingin
stofnuð, „augljós birtingarmynd nýrra hugmynda“ eins og Gerður
Róbertsdóttir komst að orði.117 Þær samfélagsbreytingar sem fylgdu
í kjölfarið gerðu að verkum að næsta matreiðslubók var skrifuð fyrir
„fallega framreiddur matur“ 175
112 Stjórn k.R. „kveðjuorð um gamlan knattspyrnumann“. Vísir 25. júlí 1969, bls. 2.
113 Sigfríður Nieljohniusdóttir, Húsmæðrabókin, bls. 5–6.
114 ylfa kristín k. Árnadóttir, „kennir grunnaðferðir við heimilisstörf“. Morgun -
blaðið 17. desember 2010, bls. 10.
115 S.Th., „Unga stúlkan og eldhússtörfin“, Húsfreyjan 18:4 (1967), bls. 37.
116 Vilborg Björnsdóttir og Þorgerður Þorgeirsdóttir, Unga stúlkan og eldhússtörfin
(Reykjavík: Ríkisútgáfa námsbóka 1967), bls. 20–22.
117 Lbs.-Hbs. Gerður Róbertsdóttir, Nútímavæðing kvenleikans, bls. 9.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 175