Saga - 2018, Page 178
bæði kynin. Þær Vilborg og Þorgerður uppfærðu Unga stúlkan og eld-
hússtörfin og gáfu út bókina Unga fólkið og eldhússtörfin árið 1975. Árið
áður var lögum um grunnskóla breytt og skyldu drengir nú einnig
læra heimilisfræði. Bækurnar eru keimlíkar, en höfundarnir höfðu til
dæmis bætt við að það „eykur matarlystina að koma að snyrtilegu
og fallegu matborði“. Þar kom fram að góðir borðsiðir væru nauð -
synlegir því þeir „veita öryggi og auðvelda umgengni við annað
fólk.“118 Ef lesandinn fór eftir hinum settu reglum yrði lífið auðveld-
ara fyrir bæði hann sjálfan og alla þá sem urðu á vegi hans.
Samvera
Í Unga fólkið og eldhússtörfin kom fram ný áhersla sem átti vaxandi
hljómgrunn: Máltíðin átti að vera samverustund fjölskyldunnar.
Þegar hér var komið sögu hafði samfélagið tekið miklum breyting-
um og því voru meiri líkur á því en áður að báðir foreldrar væru úti-
vinnandi. Vildu höfundarnir hvetja lesendur til að halda í þá hefð að
fjölskyldan nyti máltíðar saman. En þar sem þetta er fyrsta íslenska
matreiðslubókin sem höfðar til beggja kynja, getur verið að áherslan
á að jafnt matreiðslan og máltíðin sjálf skuli vera ánægjuleg upplifun
sé einmitt sprottin af þeirri staðreynd. Máltíðin átti líka að vera eins
vegleg og mögulegt var: „Er því sjálfsagt að vanda til hennar eftir
föngum án þess að hún sé mjög margbrotin eða dýr.“ Þær Þorgerður
og Vilborg bentu líka á að það ætti að „vanda“ matreiðsluna svo að
maturinn héldi sem flestum næringarefnum sínum.119
Textinn í bók Vilborgar og Þorgerðar rímar lauslega við síðustu
bylgju Caroline Nyvang. Samkvæmt rannsókn hennar var það áber-
andi þráður í matreiðslubókum, sem gefnar voru út í Danmörku
1955−1970, að njóta ætti lífsins og að skilin milli matargerðar og
máltíðar væru brotin niður.120 Í Danmörku voru mörkin að breytast;
karlar áttu líka að taka ábyrgð á börnunum og lögð var áhersla á
jafnræði á vinnumarkaði. Það þýddi að ólaunuð störf, eins og hús -
móðurstarfið, voru ekki lengur skilgreind sem vinna.121 Matreiðslan
og máltíðin var þannig orðin áhugamál — en samt sem áður eitt -
sigurbjörg elín hólmarsdóttir176
118 Vilborg Björnsdóttir og Þorgerður Þorgeirsdóttir, Unga fólkið og eldhússtörfin
(Reykjavík: Ríkisútgáfa námsbóka 1975), bls. 3, 11 og 22–23.
119 Sama heimild, bls. 22.
120 Kgl.Bibl. Kbh. Nyvang, Danske trykte kogebøger, bls. 177.
121 Lbs.-Hbs. Gerður Róbertsdóttir, Nútímavæðing kvenleikans, bls. 34.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 176