Saga - 2018, Síða 179
hvað sem varð að gera. Jessamyn Neuhaus skrifar um þetta í bók
sinni, Manly Meals and Mom’s home cooking, en hún telur að kyn og
matreiðsla sé „vonleysislega“ samtvinnað. Hún spyr hvort mat-
reiðslubækur geti endurspeglað þau sígildu blæbrigði að stundum
sé matreiðsla endurtekið, tímafrekt verkefni, sem verður að fram-
kvæma, og stundum sjálfvalið, skapandi og gleðilegt áhugamál.122
Norski sagnfræðingurinn Gro Hagemann hefur rannsakað
„amer íkan íseringu“ norska eldhússins á tímabilinu 1920 til 1970.
Hagemann skipti þróun norska eldhússins í tvo hluta, vinnueldhúsið
og íverueldhúsið. Eftir seinni heimsstyrjöld breyttist orðræðan um
eldhúsið í Noregi og fór að snúast um eldhúsið sem „hjarta heimil-
isins“ — vistarveru fyrir sameiningu og samvistir. Hagemann telur
að hugmyndin að baki hinu nýja íverueldhúsi sýni minnkandi
verkaskiptingu inni á heimilinu og að dregið hafi úr þeirri einangr -
un sem fylgt hafði eldhúsinu fyrir konur: „því með aukinni þátttöku
kvenna í atvinnu utan heimilis, urðu heimilsstörfin í auknum mæli
hópvinna, unnin af fjölskyldumeðlimum.“ 123 Svipuð umræða var
að vakna á Íslandi um miðbik tuttugstu aldar. Tvær konur, þær
Ragn hildur Pétursdóttir og Hulda Stefánsdóttir, fluttu erindi á
Bygg ingarmálaráðstefnunni, sem haldin var árið 1944, og lögðu þær
báðar fram spurninguna: „Hvað er heimili án góðrar húsmóður?“
Ragnhildur taldi að húsasmíðameistararnir væru í mestum vand -
ræðum með að skipuleggja eldhúsin. Hulda vildi meina að sjálfar
konurnar hefðu gleymt því „að þær væru sterkur þáttur í heimil -
inu“ og að gott skipulag myndi létta þeim innanbæjarstörfin og
„gera þau ánægjulegri“. Hulda var þó algjörlega á móti því að eld-
húsin yrðu einhverskonar íverustaður heimilisfólks; aðeins þeir sem
sæju um matargerð ættu að ganga um eldhús. Arnór Sigurjónsson
var á öndverðum meiði og sagðist ekki hafa neitt á móti því að eld-
húsið væri miðstöð heimilisins, þar sem húsmóðirin væri bundin
eldhúsinu liðlangan daginn.124 Þremur árum síðar kom kristín
„fallega framreiddur matur“ 177
122 Neuhaus, Manly Meals and Mom’s Home Cooking, bls. 2–3.
123 Gro Hagemann, „Amerikanisering? Funksjon og estetikk i norske kjøkken
1920–1970“, Amerika og det gode liv, materiel kultur i Skandinavien i 1950’erne og
1960’erne. Ritstj. Dorthe Gert Simonsen og Iben Vyff (Odense: Syddansk
Universitetsforlag 2011), bls. 69–99, einkum 72–74 og 80–87.
124 Byggingarmálaráðstefnan 1944. Erindi og umræður. Arnór Sigurjónsson bjó til
prentunar (Reykjavík: Landssamband iðnaðarmanna 1946), bls. 192, 196–197
og 200–210.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 177