Saga - 2018, Page 180
Guðmundsdóttir híbýlafræðingur (innanhússarkitekt) heim til Ís -
lands að loknu námi í Bandaríkjunum. Hún varð fyrst Íslendinga til
að ljúka háskólamenntun í innanhússarkitektúr. kristín átti til dæmis
eftir að hanna eldhús fyrir íslensk heimili þar sem hagkvæmni og
gott skipulag var í brennidepli, til hagsbóta fyrir hús móðurina.125
Eldhúsið var á þeim tíma enn miðpunktur húsmóður starfsins.
Húsmæðrakennarinn Sigríður kristjánsdóttir lét svo um mælt í bók
sinni, Eldhús, árið 1960 að eldhúsið væri að mestu leyti miðpunktur
heimilisins, þar sem húsmóðirin eyddi sex til átta tímum á dag og
börn læsu skólabækurnar sínar.126
Áherslan á samveru er í takt við hugmyndir um mæðrahyggju,
sem voru ofarlega á baugi á Norðurlöndum á áttunda áratugnum og
skiluðu sér meðal annars inn í kvennalistann. Sigríður Matthías -
dóttir og Þorgerður Einarsdóttir hafa rannsakað rök kvenréttinda-
kvenna á tuttugustu öld, sem hafa skipst í hugmyndir um „jafn ræði“
og „séreðli“. Það þýðir að konur beittu annaðhvort rökum um að
þær væru eins og karlar, það er einstaklingar og pólitískir þegnar,
eða öðruvísi en karlar, gæddar séreðli og þess vegna mikilvægar í
opinberu starfi. „Sérstöðurökin“ höfðu fengið hvíld í kvenréttinda-
baráttunni áratugina á undan en voru tekin upp aftur í kvenna list -
anum, í nýrri mynd þó. kvennalistakonur gagnrýndu þær hug myndir
um jafnrétti sem þýddu að konur ættu að líkjast körlum og hvöttu
til þess að konur væru metnar að verðleikum á eigin forsendum.127
kröfur til húsmóðurinnar minnkuðu því ekki á þessum árum en
urðu meira í anda mæðrahyggju. Áhersla var á samveru og fjöl-
skylduna — mikilvægi hversdagsins var í aðalhlutverki. Hér mætti
ræða hvort matreiðslubækur þessa tíma hafi í eðli sínu verið íhalds-
samar, þar sem þær voru að mörgu leyti framsæknar áður. Hér var
verið að minna konur á mikilvægi þess að næra fjölskyldu sína dag-
lega með bestu hrávörum sem í boði væru. Ferlið átti samt að vera
skemmtilegt — máltíðin og matreiðslan var ekki lengur vinna
heldur ástríða.
sigurbjörg elín hólmarsdóttir178
125 Elsa Ævarsdóttir, „Fyrsti íslenski innanhússarkitektinn. Hugleiðingar um
bókina Kristín Guðmundsdóttir. Híbýlafræðingur/Interior Designer í ritstjórn
Halldóru Arnardóttur“, Saga LV:1 (2016), bls. 119–129.
126 Sigríður kristjánsdóttir, Eldhúsið (Reykjavík: Búnaðarfélag Íslands 1960),
bls. 2.
127 Sigríður Matthíasdóttir og Þorgerður Einarsdóttir, „Færar konur“, bls. 54–56
og 74–77.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 178