Saga - 2018, Síða 181
Samantekt
„Er það von mín, að þessi bók megi verða íslenzkum húsmæðrum
að gagni við þeirra vandasömu og ábyrgðarmiklu störf,“128 segir
Helga Sigurðardóttir í inngangi einnar frægustu matreiðslubókar
Íslands, Matur og drykkur — því það var og er ábyrgðarstarf að vera
húsmóðir. Á þeim tíma þegar hlutverk flestra kvenna var hús -
móður hlutverkið verður það sjálfkrafa miðpunktur í auðmagni
þeirra. Það var innan þess ramma sem konur gátu skarað fram út,
sýnt kunnáttu og góðan smekk. Virðing er uppspretta valds og
verður ekki keypt með efnahagslegu auðmagni, eins og Viðar Páls -
son hefur bent á í anda Bourdieus.129 Hlutverk kvenna og möguleik-
ar þeirra til virðingar var því hvort tveggja yfirleitt tengt menning-
arlegu eða félagslegu auðmagni. Auðvitað var efnahagur kvenn -
anna mikilvægur, en samt gátu konur skapað sér rými og aukið
virðingu sína með því að nýta sér leiðbeiningar matreiðslubóka.
Áður miðluðu eldri konur vitneskju til yngri kvenna, en á nítjándu
öld var það þekkt að senda stúlkur, einkum dætur betri bænda, á
fyrirmyndarheimili til að læra hússtörf.130 Þessa vitneskju gátu hús -
mæður seinni tíma nálgast í gegnum rit eins og matreiðslu bækur, að
minnsta kosti þær sem höfðu efni á þeim.
Í fyrstu íslensku matreiðslubókinni er hin rétta máltíð eitthvað
sem þurfti auðmagn til að framkvæma. Hér gátu hinir fátæku lært
af hinum ríku, en áherslan var einungis á matinn, ekki rýmið í
kringum hann. Þar tók Þóra Jónsdóttir við keflinu 58 árum síðar,
með því að skrifa um hvernig skyldi bera á borð, skera kjöt og svo
framvegis. Þessir siðir spegluðu að öllum líkindum hennar eigin
veruleika sem hálfdanskrar gullsmiðsfrúar á Akureyri. Elín tók svo
við með ítarlegri og almennari leiðbeiningum, til dæmis um borð -
siði, og kröfðust leiðbeiningar Elínar ekki sama efnahagslega auð -
magns og leiðbeiningar Þóru.
Í bók Jóninnu frá 1915 eykst áherslan á hið fagurfræðilega.
Skreyt ingar voru mikilvægar og að allir hefðu efni á að skreyta og
bjóða upp á góða máltíð ef rétt væri haldið á spilunum. Hjá Jóninnu
og Helgu Sigurðardóttur er lesendanum lýst sem yfirmanni, sem
skyldi sjá um vinnufólkið og bera ábyrgð á að það héldi sér hrein-
„fallega framreiddur matur“ 179
128 Helga Sigurðardóttir, Matur og drykkur, bls. 8.
129 Viðar Pálsson, „Var engi höfðingi slíkr sem Snorri“, bls. 93.
130 Erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur, bls. 102 og 108–109.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 179