Saga - 2018, Page 182
legu og fylgdi settum reglum. Sjálfar húsmæðurnar þurftu því ekki
endilega að sjá um alla vinnuna sjálfar heldur stýra og fræða. Hin
borgaralegi gestgjafi, sem nær hápunkti hjá Helgu Sigurðardóttur
árið 1947, getur túlkast sem endurbætt kvenímynd, tilraun til þess
að samtvinna hið náttúrulega húsmóðurhlutverk konunnar og nýja
tíma.
Með útgáfu bókarinnar Unga fólkið og eldhússtörfin var mest
áhersla lögð á hversdaginn og samveru fjölskyldunnar, en þegar hér
er komið sögu áttu drengir einnig að læra matreiðslu í grunnskóla
og karlmenn þannig líka orðnir markhópur matreiðslubókahöfund-
anna. konan sem gestgjafi (það var starf sem krafðist kunnáttu,
siðareglna og góðs smekks) er nú að vissu leyti orðin fyrst og fremst
móðir. Það er að segja: mæðrahyggjan er orðin húsmæðrahyggjunni
yfirsterkari.
Rauði þráðurinn í þessari rannsókn er að konur með þekkingu á
nýjum borgaralegum siðum, og yfirleitt einnig á þjóðlegum íslensk-
um réttum og siðum, gátu í krafti auðmagns síns gefið út bækur
sem húsmæður landsins gátu lært af. Ef við lítum aftur til Gramscis
má segja að þessar konur hafi getað viðhaldið stöðu sinni með því
að deila kunnáttu sinni með lesendum sínum. Þessar konur stjórn -
uðu þannig að miklu leyti hinum „góða smekk“ íslenskra hús -
mæðra. Vegna þess að þær voru eftirsóttar, gátu íslenskar húsmæð -
ur aukið sína eigin virðingu með því að fylgja leiðbeiningum kvenna
er báru menningarlegt auðmagn sem var félagslega samþykkt.
Lesendur bókanna gátu þannig styrkt sitt eigið auðmagn, og orðstír
heimilisins, með því að nýta sér þær leiðbeiningar sem prentaðar
voru í matreiðslubókunum. Hér má til dæmis líta til kvenna sem
ekki áttu möguleika á að fara í skóla, bjuggu fjarri þéttbýli en höfðu
áhuga að fylgjast með því sem var að gerast í kvenna- eða hús -
stjórnar skólum landsins, eða bara vita hvað væri móðins. Að áliti
Bourdieus gat hversdagsleg kunnátta eins og í góðum borðsiðum,
borðskreytingum eftir nýjustu tísku eða sendingu boðskorta fyrir
matarboð, aukið virðingu húsmæðranna sjálfra og heimilisins, því
slíkir siðir eru auðlesanlegir fyrir aðra og endurspegla bakgrunn
einstaklingsins.
sigurbjörg elín hólmarsdóttir180
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 180