Saga - 2018, Page 185
Inngangur
Árið 1999 birtist lítil grein í Morgunblaðinu sem bar yfirskriftina
„Lífseigar búðir með litríka sögu. Hjá Waage á Seyðisfirði. Leyndar -
dómar og þjóðsögur“. Þar segja blaðamennirnir Gunnar Hersveinn
og Sigurbjörg Þrastardóttir frá því er þau lögðu land undir fót til að
skoða verslanir þar sem reksturinn hafði gengið í erfðir, verslanir
sem áttu það sameiginlegt að vera „litlar, lífseigar og skemmtilega
gamaldags“. Á Seyðisfirði var rekin ein slík, Verslun E.J. Waage, en
hún var stofnuð í upphafi tuttugustu aldar. Verslunareigandinn,
Pálína Waage, svaraði spurningum blaðamannanna og sagði sögu
verslunarinnar, sem um leið var saga fjölskyldu hennar því amma
hennar, sem einnig hét Pálína, hafði stofnað hana í félagi við eigin-
mann sinn, Eyjólf J. Waage. Verslunin var m.a. þekkt fyrir að hafa
haldið í gamlar hefðir og fyrir lagerinn, sem sagður var „goðsagna-
kenndur“. Hafði hann að geyma ýmislegt góss, t.d. kvendragtir frá
millistríðsárunum, og haft var fyrir satt að leikhúsfólk leitaði stund-
um til Pálínu til að hafa uppi á búningum frá fyrri tíð.2
Á bak við þessa stuttu grein í Morgunblaðinu leynist á hinn bóg-
inn mikil saga. Saga sem má segja að sé um margt spegill á íslenska
þjóðfélagsþróun. Sagan á bak við verslunina er m.a. mikil verslun-
arsaga. Hún er saga bæjarins Seyðisfjarðar í meira en öld, en hún er
líka saga sem teygir sig þvert á heimsálfur og varpar mjög athyglis -
verðu ljósi á sögu íslenskra vesturferða og sögu heimsstyrjaldar -
innar síðari á Íslandi frá sjónarhóli kyngervis. Síðast en ekki síst er
saga Verslunar E.J. Waage og fjölskyldunnar sem rak hana afar
merki leg kvenna- og kynjasaga. Hún fjallar um þætti sem enn
eru lítið rannsakaðir í íslenskri kvennasögu, þ.e.a.s. athafnasemi
(e. entrepreneurship) íslenskra kvenna og íslenskar athafnakonur.3 Og
hún vekur brýnar spurningar sem snerta kvenlega gerendahæfni
auðmagn sem erfist… 183
2 Morgunblaðið 3. september 1999, bls. 6 B.
3 Hér má benda á rannsóknir norska sagnfræðingsins Eirinn Larsen á konum sem
sáu fyrir sér með verslun og viðskiptum. Samkvæmt þeim er athafnasemi (n.
entreprenørskap) kvenna í þeim skilningi einnig lítið rannsakað fyrirbæri innan
norskrar kvenna- og kynjasögu. Þrátt fyrir það sá talsverður fjöldi kvenna fyrir
sér með þessum hætti. Sjá Eirinn Larsen, „Selvgjorte kvinner. kjønn, entrepre-
nørskap og næringsliv rundt 1900“, Heimen 49 (2012), bls. 127–129. Sjá einnig
Eirinn Larsen og Vibeke kieding Banik, „Mixed Feelings. Women, Jews and
Business around 1900“, Scandinavian Journal of History 41:3 (2016), bls. 350–368.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 183