Saga - 2018, Page 187
um „Minnis bókum“. Minnisbækurnar eru að mestu leyti einhvers
konar dagbækur. „Minnisbók 1922“ er hins vegar með allt öðru
sniði því hún hefur að geyma, á 49 handrituðum síðum, sjálfsævi-
sögu Pálínu eftir að hún kom heim frá kanada og til ársins 1924,
þegar hún ritaði um þennan hluta ævi sinnar.
Skjöl Pálínu yngri eru geymd á Héraðsskjalasafni Austfirðinga
á Egilsstöðum og eru hluti af umfangsmiklu skjalasafni sem Waage-
fjölskyldan á Seyðisfirði lét eftir sig. Pálína yngri líktist ömmu sinni
að því leyti að hún skráði líf sitt ötullega. Raunar skráði hún ekki
bara eigið líf heldur ritaði hún einnig yfirlit yfir ævi föður síns,
Þorbjörns Arnoddssonar.6 Árið 2005, stuttu fyrir andlát Pálínu,
skrif aði Sólveig Sigurðardóttir, forstöðumaður bókasafnsins á
Seyðis firði, stuttan þátt um lífshlaup ömmu hennar, þ.e.a.s. Pálínu
eldri.7
Pálína yngri virðist hafa byrjað mun fyrr að skrá líf sitt en amma
hennar gerði. Í það minnsta virðast ekki vera til persónulegar heim-
ildir frá hendi Pálínu eldri frá því að hún var barn eða unglingur.
Dagbókarbrot um líf Pálínu yngri eru aftur á móti varðveitt allt frá
því að hún var lítil stúlka.8 Dagbækur hennar veita einnig mjög
merkilega innsýn í líf ungrar stúlku á Seyðisfirði á hernáms árun um.
Pálína yngri skrifaði þó ekki sjálfsævisögu um allt sitt lífshlaup
eins og amma hennar. Samt má segja að það gildi að einhverju leyti
svipuð lögmál um allt hennar ritverk og um sjálfsævisögur, eins og
nánar verður fjallað um að neðan.9 Pálína valdi greinilega ákveðinn
þátt í lífi sínu sem hún gerði svo hátt undir höfði að hún ritaði um
hann sérstakt sjálfsævisögubrot. Árið 1947 fluttust hún og móðir
hennar, Þórunn Eyjólfsdóttir Waage, til Texas í Ameríku eins og rætt
verður hér á eftir. Þær komu síðan heim alkomnar í lok ársins
1950.10 Pálína skráði þetta tímabil í lífi sínu ítarlega og er varðveitt
nákvæm lýsing á dvölinni.11 Einnig eru til dagbækur um styttri hluta
auðmagn sem erfist… 185
6 HerAust (Héraðsskjalasafn Austfirðinga) Eink 571–11. Pálína Þ. Waage. Ævi -
ágrip Þorbjörns Arnoddssonar og fleira.
7 „Pálína S. Guðmundsdóttir Ísfeld og fjölskylda“. Í eigu Sólveigar Sigurðar -
dóttur.
8 HerAust. Eink A6 567–7. Pálína Þ. Waage. Dagbókarbrot (laus blöð) 1935–1944.
9 Sjá Sigurður Gylfi Magnússon, Fortíðardraumar, bls. 43.
10 HerAust. Eink 568–9. Pálína Þ. Waage. Dagbók 1951.
11 HerAust. Eink 568–4. Pálína Þ. Waage. Bók No 1. 1947–48. Eink 568–5. Pálína Þ.
Waage. Bók No 2. 1948. Eink 568–6. Pálína Þ. Waage.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 185