Saga - 2018, Page 188
dvalarinnar.12 Þessi heimildaforði gefur til kynna að Ameríkuferðin
hafi í huga Pálínu skipað sérstakan sess í lífshlaupi hennar.
Áður en lengra er haldið er rétt að fara nokkrum orðum um sjálf
nöfnin, þ.e.a.s. hvað þær voru nefndar af öðrum og hvað þær
kölluðu sjálfar sig. Þetta fer að einhverju leyti eftir tímabilum í lífi
þeirra og jafnvel hverjir héldu á penna og á hvaða tíma. Sú eldri er
t.a.m. nefnd ýmist Pálína S. Guðmundsdóttir Ísfeld, Pálína Guð -
munds dóttir eða Pálína Waage og sú yngri Pálína kr. Þorbjörns -
dóttir Waage og Palla Waage.13 Allt eru þetta útgáfur af nöfnum
þeirra sem koma fyrir. Ekki er útilokað að hér sé að finna einhvers-
konar sjálfsmyndarsköpun hjá Pálínu yngri byggða á nöfnum, en sú
hugmynd krefst meiri rannsókna en hér er unnt að fara út í.14 Verða
þær aðallega nefndar Pálína yngri og Pálína eldri til aðgreiningar.
Rannsóknartilgátur, hugtök og fræðileg sjónarmið
Líf kvennanna tveggja verður rannsakað í ljósi hugtakanna athafna-
semi, athafnamaður og athafnakona og verða þau sett í samhengi
við fræðikenningar franska félagsfræðingsins Pierre Bourdieu um
auðmagn. Enn fremur verður rætt um athafnasemi sem félagslegan
arf.
Færð verða rök fyrir því að Pálína eldri hafi haft táknrænt auð -
magn sem athafnasamur gerandi í sínu staðbundna umhverfi.
Einnig teljum við að þetta hafi að nokkru leyti erfst til dótturdóttur
hennar, Pálínu yngri, sem var vissulega líka sterkur gerandi og
viðurkennd sem slík.
Einnig verður því varpað fram hvort það sé að einhverju leyti
mikilvægt að greina á milli tveggja þátta í þeim tilgangi að skilja
sögulegan gerendamátt kvenna og athafnasemi þeirra, greina á milli
þess að „vera gerandi“ í fyrsta lagi og „að vera túlkaður sem ger-
sigríður og þorgerður186
12 HerAust. Eink 568–7. Pálína Þ. Waage. Dagbók 1949. Sjá einnig Eink 568–6.
Pálína Þ. Waage. Dagbók.
13 Sjá t.d. Morgunblaðið, 9. nóvember 1935, bls. 7; Vilhjálmur Hjálmarsson, Mjó -
firðingasögur, bls. 94; „Pálína S. Guðmundsdóttir Ísfeld og fjölskylda“. Í eigu
Sólveigar Sigurðardóttur; Morgunblaðið 11. desember 2005, bls. 65 (Hjalti
Þórisson, „Pálína kristín Þorbjörnsdóttir Waage“).
14 Sjá Sigríður Dúna kristmundsdóttir, Björg. Ævisaga Bjargar C. Þorláksson
(Reykja vík: JPV útgáfa 2001), bls. 9–10. Sigríður Dúna skoðaði hvernig Björg
breytti nafni sínu í tímans rás og hvernig það tengdist sjálfsmyndarsköpun
hennar.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 186