Saga - 2018, Page 189
andi“ í öðru lagi, þ.e. öðlast út á það táknrænt auðmagn. Segja má
að saga Pálínu eldri og yngri bendi til þess að það sé í raun hægt að
túlka konur sem athafnasama gerendur í staðbundnu samhengi.
Athafnasemin geti í ákveðnum tilvikum umbreyst í verulegt tákn-
rænt auðmagn á slíkum vettvangi. Aftur á móti kann að vera ástæða
til að spyrja þeirrar spurningar hvort þröskuldarnir, sem mæta kon-
um, séu hærri þegar kemur að því að vera túlkaðar sem gerendur
innan þjóðarsögunnar og akademískrar sagnfræði. Skortur á rann-
sóknum og fræðilegu efni um þær gæti einmitt bent til þess. Skal í
því sambandi bent á að eina greinin sem virðist hafa verið rituð á
íslensku sérstaklega um konur sem stunduðu verslun og viðskipti
virðist vera grein Guðjóns Friðrikssonar um verslunarkonur í Reykja -
vík í lok nítjándu aldar og byrjun þeirrar tuttugustu.15 Það er þó
athyglisvert að í kvenna- og félagssögulegum rannsóknum áttunda
áratugar tuttugustu aldar á atvinnuþátttöku kvenna er komið inn á
efnið „konur í sjálfstæðri atvinnu“. Þannig skrifar Sigríður Th.
Erlendsdóttir, í grein frá árinu 1977, að örfáar konur hafi stundað
sjálfstæðan atvinnurekstur í Reykjavík á tímabilinu 1880–1914. Engu
að síður hafi 40 verslunarleyfi af 319, sem veitt voru á árunum 1900
til 1914, farið til kvenna.16 Líklegt er að meðal kvenna sem stunduðu
verslun og viðskipti sé að finna konur með allsterka gerendahæfni
en engu að síður hefur þessi hópur verið fremur ósýnilegur innan
íslenskrar sagnfræði.
Hér er mikilvægt að Pálína eldri virðist hafa haft til að bera afar
mikla og líklega óvenjulega sterka gerendahæfni. En jafnljóst er að
hún hefur algerlega fallið utan veggjar, bæði í íslenskri þjóðarsögu
og íslenskri kvenna- og kynjasögu. Athafnasemi hennar varð ekki
að táknrænu auðmagni á landsvísu. Enda þótt hún hafi borið hitann
og þungann af verslunarrekstrinum er hún aldrei skráð fyrir honum
sjálf heldur eiginmaður hennar og síðar sonur. Og þegar hún lést
var andlát hennar auglýst í Morgunblaðinu með þeim orðum að látin
væri „frú Pálína Waage, móðir Jóns E. Waage, kaupmanns“.17 Pálína
hefur samt ákveðinn sess og er til sem söguleg persóna, ef svo má
auðmagn sem erfist… 187
15 Guðjón Friðriksson, „kaupkonur og búðardömur. Verslunarkonur í Reykjavík
1880–1917“, Sagnir. Tímarit um söguleg efni 11 (1990), bls. 78–87.
16 Sjá Sigríður Erlendsdóttir, „Reykvískar konur í atvinnulífinu 1880–1914“,
Reykjavík miðstöð þjóðlífs. Safn til sögu Reykjavíkur. Ritstj. kristín Ástgeirsdóttir
(Reykjavík: Sögufélag 1977), bls. 44.
17 Morgunblaðið 9. nóvember 1935, bls. 7.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 187