Saga - 2018, Page 190
að orði komast, á staðbundnum vettvangi á Austurlandi eins og
komið verður að hér á eftir.
Mikilvægt er einnig að setja rannsóknir á Pálínu eldri og yngri í
samhengi við rannsóknir á konum og vesturferðum. Vilhelm Vil -
helms son sagnfræðingur benti á það í grein árið 2012 að á áratugn-
um á undan hefði átt sér stað „eins konar „vesturíslensk söguend-
urskoðun“ þar sem líf og störf vesturfara, sjálfsmyndir þeirra og
goðsagnasköpun hafa verið skoðuð í mun gagnrýnna ljósi“ en áður
hafði verið gert.18 Áhugavert er að skoða rannsóknir á konum og
vesturferðum í tengslum við þetta og spyrja hver staða þeirra sé
innan þessarar söguendurskoðunar. Ef litið er til íslensk-kanadískrar
söguritunar hefur kanadíski sagnfræðingurinn Laurie k. Bertram
bent á að hún hafi ætlað mikilvægum kvenpersónum sess á útjaðri
sögunnar enda þótt hún státaði sig af því hve konur hafi haft tiltölu-
lega sterka stöðu.19 Sænski sagnfræðingurinn Lars Olsson hefur
einnig haldið því fram að rannsóknir á Ameríkuferðum hafi lengi
sigríður og þorgerður188
18 Í greininni er að finna ítarlegt yfirlit yfir þessar rannsóknir og er vísað til þess
hér. Sjá Vilhelm Vilhelmsson, „„Ánægja með það sem er — ið gamla, er and -
legur dauði“. Af hugmyndum og félagsskap íslenskra róttæklinga í Mani toba
við upphaf 20. aldar“, Saga 50:2 (2012), bls. 36–38. Umræðu um stöðu rann-
sókna er einnig að finna í Sigurður Gylfi Magnússon, „Sársaukans land.
Vestur heimsferðir og íslensk hugsun“, Burt — og meir en bæjarleið. Dagbækur og
persónuleg skrif Vesturheimsfara á síðari hluta 19. aldar. Davíð Ólafsson og
Sigurður Gylfi Magnússon tóku saman (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2001), bls.
13–69. Í sama riti ræðir Davíð Ólafsson um það hvernig vesturferðir birtast í
persónulegum heimildum, sjá „Í frásögur færandi. Vesturheimsferðir í pers-
ónulegum heimildum“, Burt — og meir en bæjarleið. Dagbækur og persónuleg skrif
Vesturheimsfara á síðari hluta 19. aldar. Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magn -
ússon tóku saman (Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2001), bls. 71–128. Grein ing á
stöðu vesturfararannsókna er einnig sett fram í Ágústa Edwald, „Fishing for
Modernity: How Material Relationships can Mediate Tensions in an Immi grant
Community, The Case of the Icelandic Emigration to Canada in the late Nine -
teenth Century“, International Journal of Historical Archaeology 16: 3 (2012), bls.
531–532, og Ryan Eyford, White Settler Reserve. New Iceland and the Colo nization
of the Canadian West (Vancouver, Toronto: UBC Press 2016), bls. 16–19. Enn
fremur má benda á nýjan ritdóm Úlfars Bragasonar um bók Eyfords þar sem
hann gerir grein fyrir þróun söguritunar og rannsókna fram á okkar daga. Sjá
Úlfar Bragason, „Ryan Eyford, White Settler Reserve. New Iceland and the
Colonization of the Canadian West“ [Ritdómur], Saga 55:2 (2017), bls. 231–232.
19 Laurie k. Bertram, „Fight like Audur. Gender, ethnicity and dissent in the
career of Salome Halldorson — Manitoba Social Credit MLA, 1936–1941“, The
Icelandic Canadian 2009:3, bls. 121–122.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 188