Saga - 2018, Qupperneq 191
vel einkennst af því að fjallað var um konur sem óvirka fylgjendur
hinna raunverulegu (karlkyns) útflytjenda.20 Þetta kemur heim og
saman við rannsóknir bandaríska sagnfræðingsins Joy k. Lintelman,
sem einnig heldur því fram að ímynd útflytjendakvenna hafi ein-
kennst af ákveðinni óvirkni.21
Útflytjendur frá Íslandi á árunum 1870–1914 voru um 23%
þjóðarinnar og var hlutfall kvenna í þessum hópi hærra frá Íslandi
en öðrum löndum.22 Þó má segja að kvenna- og kynjasögulegt
sjónar horn hafi lengi vel haft fremur lítil áhrif í rannsóknum á
íslensk um vesturförum. Til að greina þá stöðu kann þó að vera gagn -
legt að horfa til skrifa Vilhelms Vilhelmssonar. Hann hefur haldið
því fram að sagnritun eða rannsóknum um vesturferðir megi að ein-
hverju leyti skipta í tvennt, þ.e. rannsóknir sem snúast um vestur -
fara sem „útflytjendur frá Íslandi“ og vesturfara sem „innflytjendur
í N-Ameríku“.23 kvenna- og kynjasaga er eitt þeirra sviða innan
íslenskrar sagnfræði þar sem hvað mest gróska hefur verið á und-
anförnum áratugum. Engu að síður virðist sem þessu sjónarhorni
hafi að takmörkuðu leyti verið beitt innan íslenskra rann sókna,
hvort heldur er sögu íslenskra vesturfara sem útflytjenda frá Íslandi
eða sem innflytjenda í Norður-Ameríku, þrátt fyrir hið háa hlutfall
kvenna í hópi íslenskra vesturfara. Þó verður að hafa í huga að
innan lýðfræðilegra rannsókna eru konur og kyn mikilvæg breyta
og það á einnig við um lýðfræðilegar rannsóknir á íslenskum vestur -
förum. Þannig hefur verið fjallað um ástæður útflutnings kvenna í
auðmagn sem erfist… 189
20 Lars Olsson, „Evalina Johansdotter, Textile Workers, and the Munsingwear
Family. Gender and Ethnicity in the Political Economy of Minnesota at the End
of World War I“, Swedes in the Twin Cities. Immigrant life and Minnesota´s Urban
Frontier. Ritstj. Philip J. Anderson og Dag Blanck (St. Paul: Minnesota Historical
Society 2001), bls. 79. Sjá einnig kathie Friedman-kasaba, Memories of Mi -
gration. Gender, Ethnicity, and Work in the Lives of Jewish and Italian Women in New
York, 1870–1924 (New york: State University of New york Press 1996), bls. 15.
21 Joy k. Lintelman, I go to America. Swedish American Women and the Life of Mina
Anderson (Minnesota: Minnesota Historical Society Press 2009), bls. 4–9.
22 Helgi Skúli kjartansson og Steinþór Heiðarsson, Framtíð handan hafs. Vesturfarir
frá Íslandi 1870–1914 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2003), bls. 104, 122–123; Ólöf
Garðarsdóttir, „Tengsl þéttbýlismyndunar og Vesturheimsferða frá Íslandi.
Lýðfræðileg sérkenni fólksflutninga frá Seyðisfirdi 1870–1910“, Saga 36 (1998),
bls. 174–175.
23 Sjá Vilhelm Vilhelmsson, „„Ánægja með það sem er — ið gamla, er andlegur
dauði““, bls. 36–37.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 189