Saga - 2018, Síða 192
tengslum við þrepaflutninga og þéttbýlismyndun.24 Þá hefur einnig
mikið verið fjallað um einn tiltekinn frumkvöðul á sviði kvenrétt -
inda og róttækra viðhorfa, það er kvenréttindakonuna Mar gréti
Benedictsson.25
Hvað snertir konur og kyngervi í rannsóknum á Íslendingum
sem innflytjendum í Norður-Ameríku má segja að staðan hafi lengi
verið sú að það efni var lítt rannsakað. Það hefur þó breyst verulega
á undanförnum áratug eða svo en þetta er meginefni í rannsóknum
Laurie k. Bertram. Hún hefur beint sjónum að efnismenningu og þá
hefur hún rannsakað íslenskar og norðuramerískar hugmyndir um
þjóð erni, þjóðernishópa, kynþætti og stéttir með áherslu á kyngervi
og t.d. hvernig íslenskar konur tókust á við félagsleg stigveldi tengd
þessu.26
Við höfum áður sett fram þá tilgátu að ógiftar konur hafi
„gleymst“ í sögu vesturferða og íslenskri kvenna- og kynjasögu.
Þetta eru konur sem virðast hafa átt eitthvað undir sér, svo sem
menntun, starfsframa eða ættar- og fjölskyldutengsl sem skýrir lífs-
hlaup þeirra og möguleika í samfélaginu.27 Mikilvægt er að skoða
vesturferð Pálínu S. Guðmundsdóttur í ljósi þessara hugmynda og
sömuleiðis þarf að hafa þær í huga varðandi vesturferð Pálínu kr.
Þorbjörnsdóttur.
kenning franska félagsfræðingsins Pierre Bourdieu um auð -
sigríður og þorgerður190
24 Sjá Helgi Skúli kjartansson og Steinþór Heiðarsson, Framtíð handan hafs, bls.
122–124; Ólöf Garðarsdóttir, „Tengsl þéttbýlismyndunar og Vesturheimsferða
frá Íslandi“, bls. 173–178. Þá má einnig benda á mjög athyglisverða rannsókn
Ingu Dóru Björnsdóttur á ævi Ólafar Sölvadóttur, „eskimóa“. Þetta er m.a. saga
kynþáttahugmynda og hvernig Ólöf, sem var dvergur, nýtti þær á algerlega
einstakan hátt til að skapa sér feril í Norður-Ameríku. Sjá Inga Dóra Björns -
dóttir, Ólöf eskimói. Ævisaga íslensks dvergs í Vesturheimi (Reykjavík: Mál og
menning 2004).
25 Allítarlega umfjöllun um þær rannsóknir er að finna í Lbs.-Hbs. (Landsbóka safn
Íslands – Háskólabókasafn) Vilhelm Vilhelmsson, „Allt skal frjálst, allt skal
jafnt“. Um hugmyndaheim og félagsskap róttæklinga meðal Íslendinga í Vestur -
heimi 1890–1911. MA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands 2011, bls. 35–52.
26 Sjá t.d. Laurie k. Bertram, „Fashioning Conflicts: Gender, Power, and Icelandic
Immigrant Hair and Clothing“, Sisters or Strangers? Immigrant, Ethnic, and
Racialized Women in Canadian History. Ritstj. Marlene Epp og Franca Iacovetta
(Toronto, Buffalo, London: University of Toronto Press 2016), bls. 275–297.
27 Sigríður Matthíasdóttir og Þorgerður Einarsdóttir, „Single women who emi -
grated from Iceland to North-America, 1870–1914. Forgotten women with
agency?“, Scandia. Tidsskrift för Historisk Forskning 82:1 (2016), bls. 10–34.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 190