Saga - 2018, Blaðsíða 193
magn verður notuð til að skýra sögu Pálínu eldri og yngri.28 Bour -
dieu gerir ráð fyrir ferns konar tegundum auðmagns: efnahagslegu,
menningarlegu, félagslegu og táknrænu. Efnahagslegt auðmagn er
að mestu gegnsætt hugtak en það stendur fyrir fjármuni og eignir.
Með því að gera ráð fyrir öðrum mismunandi tegundum auðmagns
en hinu efnahagslega má varpa ljósi á hvernig fleira en efnahags -
legir þættir skapa fólki stöðu og virðingu. Þannig felst t.d. félagslegt
auðmagn í möguleikum eða bjargráðum sem byggjast á félagslegum
tengslum og samböndum, svo sem að tilheyra fjölskyldu eða öðrum
hópi.29 Menningarlegt auðmagn felst í því hvernig menntun og
menning skapar fólki þjóðfélagslega stöðu og getur birst bæði í
form legri menntun og öðrum menningarlegum þáttum, sem fólk
býr yfir, t.d. góðu valdi á máli.30 Þá er ótalið hið táknræna auðmagn
en það öðlast fólk þegar framangreindar tegundir auðmagns njóta
almennrar viðurkenningar og færa fólki viðurkenningu og virð -
ingu.31 Með orðum sænska sagnfræðingsins Carl Mikael Carls son
lýtur auðmagnshugtak Bourdieu þannig að hinum ýmsu gæð um
auðmagn sem erfist… 191
28 Benda má á að hugtak Bourdieu, kapítal, hefur einnig verið þýtt sem „höfuð -
stóll“. Sjá Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, „Útivist sem táknrænn höfuðstóll.
Orðræðan um útivist og náttúruvernd í ljósi kenninga franska félags- og
mannfræðingsins Pierre Bourdieu“, Náttúrusýn. Safn greina um siðfræði og nátt-
úru. Ritstj. Róbert H. Haraldsson og Þorvarður Árnason (Reykjavík: Háskóli
Íslands, Rannsóknarstofnun í siðfræði 1994), bls. 169–181.
29 Pierre Bourdieu, Distinction. A Social Critique of the Judgement of Taste (Cam -
bridge, Mass.: Harvard University Press 1984); Beverly Skeggs, Formations of
Class & Gender. Becoming Respectable (London: SAGE 1997), bls. 8; Vef. ylva
Ulfsdotter Eriksson, Yrke, Status & Genus. En sociologisk studie om yrken på en
segregerad arbets mark nad. Óprentuð doktorsritgerð frá Háskólanum í Gauta -
borg, 2006, bls. 49–50. https://gupea.ub.gu.se/bitstream/2077/16843/4/gupea
_2077_16843_4.pdf, sótt 30. desember 2014; Sjá Torfi Tulinius, Skáldið í skriftinni.
Snorri Sturluson og Egils saga (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, Reykja -
víkurAkademían 2004); Torfi Tulinius, „Pierre Bourdieu and Snorri Sturluson.
Chieftains, sociology and the development of literature in medieval Iceland?“,
Snorres Edda — i europeisk og islandsk kultur. Ritstj. Jon Gunnar Jørgensen (Reyk -
holt: Snorrastofa 2009), bls. 47–71; Íris Ellenberger, Danskir innflytjendur á
Íslandi 1900–1970. Félagsleg staða, samþætting og þverþjóðleiki (Reykjavík: Hug -
vísindastofnun 2013), bls. 33–34.
30 Diane Reay, „Gendering Bourdieu’s concepts of capitals? Emotional capital,
women and social class“, Feminism after Bourdieu. Ritstj. Lisa Adkins og
Beverley Skeggs (Oxford: Blackwell Publishing 2004), bls. 58–59.
31 Beverly Skeggs, Formations of Class & Gender, bls. 8; Torfi Tulinius, „Pierre
Bourdieu and Snorri Sturluson“, bls. 52, 134.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 191