Saga - 2018, Qupperneq 194
sem einstaklingar eða hópar hafa aðgang að, t.d. prófgráðum, vin-
um, þekkingu, sönghæfileikum, joggingskóm og kosningarétti.32
Segja má að Pálína eldri hafi haft bæði félagslegt og menningar-
legt auðmagn sem hún byggði athafnasemi sína að einhverju leyti
á. En um leið má segja að henni hafi tekist að umbreyta sjálfri at -
hafna seminni í táknrænt auðmagn. Þetta fólst í framkvæmdagleði
og að víla ekkert fyrir sér, útsjónarsemi til að verða sér úti um það
sem þurfti til framkvæmdanna og áræði til að sigla til fjarlægra
landa, mennta sig og að setja á stofn fyrirtæki. Og síðan að gera sér
mat úr þessu öllu saman, byggja á grundvelli þessa upp sitt eigið
táknræna athafnaauðmagn eða orðstírinn sem af henni fór, a.m.k. í
hennar staðbundna umhverfi.
Enn fremur má segja að Pálína yngri hafi haldið uppi merki
ömmu sinnar á ýmsan hátt. Hún skrásetti líf sitt ötullega, eins og sú
eldri gerði, og lærði að tala ensku; hún sigldi vestur um haf (eða flaug
þangað öllu heldur) og hún rak fyrirtæki á Seyðisfirði í áratugi.
Hugtakið þverþjóðleiki er einnig mikilvægt í rannsóknum á
Pálínu eldri og yngri. Með þverþjóðleika er, samkvæmt Ólafi Arnari
Sveinssyni sagnfræðingi, í stuttu máli „átt við hugmynd eða ferli,
þar sem hópur fólks eða einstaklingar upplifa sig eða taka þátt í
tveimur eða fleiri þjóðríkjum á sama tíma. Þátttakan getur miðast
við efnahagsleg og stjórnmálaleg málefni, en einnig náð til félags-
legra og menningarlegra sviða.“33 Hugtakið þverþjóðleiki hefur
þannig verið þróað til að yfirstíga takmarkanir sem of mikil áhersla
á einstök lönd og þjóðríki felur í sér í rannsóknum á hreyfanleika og
fólksflutningum. Það er tilraun til að víkka sjónarhornið og ígrunda
betur tengsl hreyfanleika við þjóðríki og þjóðernismiðaða þekkingar -
fræði.34 Hér er byggt á kenningum fræðifólks sem hefur sameinað
hugtakið þverþjóðleiki og auðmagnshugtak Bourdieu.35 Þegar þessi
sigríður og þorgerður192
32 Vef. Carl Mikael Carlsson, Det märkvärdiga mellantinget. Jordbrukares sociala
status i omvandling 1780−1900, bls. 32. Óprentuð doktorsritgerð frá Háskól -
anum í Stokkhólmi 2016. http://su.diva-portal.org/smash/get/diva2:918086/
FULLTEXT01.pdf. Sótt 26.des. 2017.
33 Sjá Vef. Ólafur Arnar Sveinsson, „Sjálfsmyndir og sendibréf íslenskra vestur-
fara“, Söguþing Sagnfræðistofnunar 2012. Ráðstefnurit (Reykjavík 2013), bls.
3–4. http://hdl.handle.net/1946/15604.
34 Janine Dahinden, „Transnationalism reloaded: the historical trajectory of a con-
cept“, Ethnic and Racial Studies, 40:9 (2017), bls. 1482.
35 E. Palenga-Möllenbeck, „Polish ‘handymen’ in Germany: An example for the
neglected ‘male’ side of commodified reproductive work?“ Working Paper
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 192