Saga - 2018, Síða 195
tvö hugtök eru leidd saman er hreyfanleiki í forgrunni sem fyrirbæri
sem unnt er að breyta í auðmagn og getur þar með bætt félagslega
stöðu einstaklinga.36 Innflytjendur eru iðulega álitnir undirskipaðir
í viðtökulandinu, sérstaklega þegar menntun og annað menningar-
legt auðmagn er annars vegar. Það sjónarmið nær þó ekki að fanga
heildarmynd af lífi þess sem á í hlut, til dæmis hvernig félagsleg
staða í upprunalandinu og viðtökulandinu hafa áhrif hvor á aðra.37
Magdalena Nowicka fjallar um þverþjóðlega félagslega staðsetn -
ingu og telur hana birtingarmynd þess hvernig efnahagslegt, félags-
legt og menningarlegt auðmagn umbreytist þegar það flyst yfir
landamæri. Þverþjóðleiki er ekki einhlít og endanleg stærð, þar getur
verið stigsmun að finna. Hin þverþjóðlega þátttaka (e. engagement)
er mismikil; hún getur verið varanleg og regluleg eða tímabundin
og tilviljanakennd. Umfang þverþjóðleikans og félagsleg staða ger-
endanna hefur mikið að segja um það hvernig viðurkenningunni á
hinu þjóðlega auðmagni er háttað hverju sinni; það er háð ákveðinni
óvissu og ófyrirsjáanleika.38 Þannig getur verið kostur eða byrði að
vera af tilteknu þjóðerni í nýju landi. Skurðpunktur þjóðernisupp-
runa og kyns getur verið bjargráð í einhverjum tilvikum.
Að lokum er mikilvægt að skoða hvernig gerendahæfni er mót -
uð á grundvelli persónulegra heimilda. Sigurður Gylfi Magnússon
sagnfræðingur segir um sjálfsævisögur að þær séu „skrifleg tilraun
einstaklings til að taka saman og gera skipulega grein fyrir eigin
ævi, segja sína sögu með eigin orðum. Þýðingarmesta atriðið er að
sá sem segir sögu sína skráir hana einnig og velur þar með það sem
hann eða hún telur markverðast við lífshlaup sitt.“39 Samkvæmt
Sigurði Gylfa er sjálfsævisagan „mat á atburðum séð frá sjónarhóli
auðmagn sem erfist… 193
109/2012. COMCAD — Centre on Migration, Citizenship and Development,
Bielefeld (2012).
36 Joëlle Moret, „Cross-border mobility, transnationality and ethnicity as resour-
ces: european Somalis’ post-migration mobility practices“, Journal of Ethnic and
Migration Studies, 42:9 (2016), bls. 1455–1472.
37 Sjá Vef. Ólafur Arnar Sveinsson, „Sjálfsmyndir og sendibréf íslenskra vestur-
fara“, bls. 1. Sjá einnig Ólafur Arnar Sveinsson, „Riffillinn er hinn besti vinur
hermannsins. Átök um sjálfsmyndir íslensks vesturfara“, Ritið 1 (2014), bls. 59–
81.
38 Magdalena Nowicka, „Positioning strategies of Polish entrepreneurs in
Germany: Transnationalizing Bourdieu’s notion of capital“, International
Sociology 28:1 (2013), bls. 29–47.
39 Sigurður Gylfi Magnússon, Fortíðardraumar, bls. 43.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 193