Saga - 2018, Blaðsíða 196
höfundarins og byggist oftast á reynslu hans sjálfs“.40 Sigurður Gylfi
Magnússon hefur jafnframt bent á að fáar konur eru höfundar slíkra
verka og gerir það eitt og sér sjálfsævisöguleg rit Pálínu athyglis -
verð.41
Finnski þjóðfræðingurinn Lena Marander-Eklund og finnski
sagnfræðingurinn Ann-Catrin Östman leggja áherslu á tvennt sem
blandast saman þegar „lífssögur“ (s. levnadsberättelser) eru ritaðar.
Slíkar frásagnir eru annars vegar sagðar samkvæmt ákveðnum hug-
myndum um hvernig lifa eigi lífinu og hvernig segja eigi frá því.
Þessar hugmyndir eru að nokkru leyti gefnar fyrirfram. En hins
vegar gefur ritun lífssagna einstaklingnum færi á því að semja
(e. negotiate) um almenna samfélagsstöðu sína. Út frá þessum hug-
myndum mætti e.t.v. líta á sjálfsævisagnaritun sem eins konar
samningaferli við sjálfan sig og umhverfið þar sem einstaklingurinn
veitir sjálfum sér sjálfsverund (s. subjektivitet) og gerendahæfni.42
Í þessu sambandi má benda á rannsóknir Erlu Huldu Halldórs -
dóttur sagnfræðings en hún notar einnig hugtakið „að semja“
varðandi konur sem andæfðu hefðbundnum hugmyndum um hlut-
verk kynjanna. Mikilvægt sé að gera ráð fyrir að „til hafi verið konur
sem gátu andæft hugmyndafræðinni og „samið“ … um stöðu sína
— og þannig haft áhrif á umhverfi sitt og hugmyndir um konur og
hið kvenlega.“43 Mögulega má skoða skrif Pálínu eldri og yngri í
ljósi þessa hugtaks og líta á hin umfangsmiklu skrif þeirra um eigin
sigríður og þorgerður194
40 Sigurður Gylfi Magnússon, Sjálfssögur. Minni, minningar og saga (Reykjavík:
Háskólaútgáfan 2005), bls. 124. Sigurður Gylfi hefur víða fjallað um þetta
atriði, meðal annars í þessu riti.
41 Sigurður Gylfi Magnússon, Fortíðardraumar, bls. 39, 53.
42 Lena Marander-Eklund og Ann-Catrin Östman, „Biografiska betydelser —
norm och erfarenhet i levnadsberättelser“, Biografiska betydelser. Norm och erf-
arenhet i levnadsberättelser. Ritstj. Lena Marander-Eklund og Ann-Catrin Öst -
man (Norra Västmanland: Gidlunds Förlag 2011), bls. 7–8. Sjá einnig Maria
Sjöberg, „Personligt talat. Biografiska perspektiv i humaniora“, Personligt talat.
Biografiska perspektiv i humaniora 2014 (Gautaborg: Makadam Förlag, 2014), bls.
9–20.
43 Erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis
á Íslandi 1850–1903 (Reykjavík: Sagnfræðistofnun, RIkk, Háskólaútgáfan 2011),
bls. 39–41. Sem dæmi um athyglisverða rannsókn þar sem sjónarhorni ger-
endahæfni er beitt má nefna Guðný Hallgrímsdóttir, Sagan af Guðrúnu Ketils -
dóttur. Einsögurannsókn á ævi 18. aldar vinnukonu (Reykjavík: Háskólaútgáfan
2013).
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 194