Saga - 2018, Qupperneq 198
hugtakið athafnamaður rækilega tengt við karlmennsku, hreysti,
kjark og þor. Strax upp úr aldamótum 1900 fer hugtakið að tengjast
verslun og viðskiptum. Á 200 ára afmæli Skúla Magnússonar land-
fógeta er sagt að hann hafi verið hér „mestur athafnamaður og for-
gangsmaður í því, að fá einokunarverzluninni hrundið af land -
inu.“45 Fleiri greinar á þessum tíma benda til að þarna hafi hugtakið
fengið tengingu við verslun og viðskipti46 en skýr tenging er jafn-
framt við hið opinbera líf og stjórnmál.47
Hugtökin athafnasemi og athafnasamur hafa ekki bara karllæg
formerki heldur endurspegla þau ákveðna þjóðfélagsstöðu og eru
einkum notuð um heldri menn og fyrirmenni.48 Athafnasemi mikil-
menna sögunnar er mjög færð í stílinn; Lúthers er t.d. getið fyrir
athafnasemi og „risavaxna afkastasemi til ritstarfa“ og Páll postuli
er „snillingur“ og „hreystisvipur og athafnasemi yfir skörungmenn-
inu“.49 Ekki síst hafa þessi hugtök þjóðernislega undirtóna. Í Lög -
bergi og Heimskringlu er athafnasemi ákaft lofuð og hefur yfir sér
sterkan þjóðernisblæ.50
Þá er athafnasemi tengd við ættgöfgi og henni stundum teflt
fram þegar ætlunin er að undirstrika kynslóðaarf og félagslegt auð -
magn. Þetta á einkum við þegar mikilmenni, skáld og rithöfundar
eiga í hlut,51 en einnig athafnamenn á öðrum sviðum, og er gjarnan
vísað í dugnað sem tengdur er ættlegg viðkomandi.52 Út frá hug -
taka ramma Bourdieu er hér um að ræða félagslegt auðmagn og
dugnaðurinn tengdur við ætterni.53
sigríður og þorgerður196
45 „Ísland 1911“, Skírnir (86) 1912, bls. 95. Sjá einnig Ísafold 28. mars 1917, bls. 1.
46 Vísir 29. desember 1919, bls. 3.
47 Alþýðumaðurinn 8. júní 1937, bls. 3. Sjá einnig Vesturland 19. ágúst 1939, bls. 133.
48 Dagur 31. janúar 1924, bls. 15. Sjá einnig Skutull 14. ágúst 1938, bls. 3; Nýja
dagblaðið 14. maí 1935, bls. 3; Dagur 8. ágúst 1935, bls. 137.
49 Kirkjublað 1 (1933), bls. 3; Lögberg 20. desember 1934, bls. 8. Sjá einnig Lögberg
4. júlí 1935, bls. 2; „Prestastefnan“, Kirkjuritið 4 (1938), bls. 273; „Ritfregnir“,
Skírnir 114 (1940), bls. 217.
50 Lögberg 3. ágúst 1933, bls. 4. Um tengsl þjóðernis og karlmennsku, sjá Sigríður
Matthíasdóttir, Hinn sanni Íslendingur. Þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900–
1930 (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2004), bls. 77–112.
51 Vesturland 5. október 1932, bls. 1; Richard Beck, „Mannvinurinn og friðarvin-
urinn Fridtjof Nansen“, Prestafélagsritið 16 (1934), bls. 104; Vísir 14. desember
1935, bls. 3.
52 Vesturland 5. október 1932, bls. 1. Sjá einnig Vesturland 26. apríl 1937, bls. 70.
53 Sjá Heimskringla 21. júní 1939, bls. 1. Sjá einnig Richard Beck, „Fyrsti ríkisstjóri
Íslands“, Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar 48 (1942), bls. 24.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 196