Saga - 2018, Side 199
Þegar talað er um nafngreindar konur sem athafnasamar er það
nánast eingöngu á þeim sviðum sem voru almennt talin rými kvenna,
þ.e. á heimilinu og innan félagasamtaka. Lýsingarnar eru hefð -
bundn ar og undirstrika hugmyndir samfélagsins um hlutverk
kvenna og eiginleika.54
Fyrir kemur að vísað er í fjölskyldutengsl hjá konum til að undir-
strika athafnasemi þeirra og er þá ýmist vísað í eiginmenn eða for-
eldra.55 Þetta verður meira áberandi þegar heldri konur eiga í hlut.56
Þar má benda á Sigríði Jónsdóttur, kaupkonu á Ísafirði. Hún stund -
aði sinn eigin atvinnurekstur en fær engu að síður eftirfarandi
ummæli: „Það má segja að Sigríður hafi sett svip á bæinn um langt
árabil, bæði sem athafnakona í verzlun og sem húsmóðir á sínu
fallega heimili við hlið hins þekkta dugnaðar- og athafnamanns
Jóhanns Eyfirðings.“57 Það er athyglisvert að sá er ritar telur sig
þurfa að árétta kvenlegar dyggðir hennar sem eiginkonu og hús -
móður og dregur það nokkuð úr hlut hennar sem athafnakonu.
Því ber þó að halda til haga að einnig eru dæmi um að konur fái
viðurkenningu á eigin forsendum fyrir umsvif sín í opinberu lífi,
einkum í verslun og kaupsýslu. Í Alþýðublaðinu árið 1952 er fjallað
um landnámskonuna Þuríði sundafylli og sagt að margt bendi til
„að Þuríður hafi verið hámenntuð athafnakona“ og „brautryðjandi
í útvegsmálum“.58 Árið 1962 er greint frá Gunnþórunni Halldórs -
dóttur leikkonu, sem sneri sér að kaupsýslu ásamt Guðrúnu Jónas -
son, síðar bæjarfulltrúa. „Ráku þær verzlun hér í bænum til æviloka
og voru sambýliskonur alla tíð. Auk þess ráku þær um fangs mikinn
búskap að Nesjum í Grafningi síðustu þrjátíu árin.“59
Umfjöllunin um ofangreind hugtök sýnir að þau hafa mjög
kynjaða merkingu.60 karllegar orðmyndir hugtakanna koma marg-
auðmagn sem erfist… 197
54 Skutull 8. nóvember 1941, bls. 169. Sjá einnig Morgunblaðið 18. janúar 1949, bls.
2; Richard Beck, „Skáldkonan Guðrún H. Finnsdóttir“, Almanak Ólafs S.
Thorgeirssonar 53 (1947), bls. 22.
55 Morgunblaðið 7. janúar 1926, bls. 3.
56 Morgunblaðið 3. ágúst 1957, bls. 13.
57 Morgunblaðið 13. ágúst 1967, bls. 5.
58 Alþýðublaðið 17. september 1952, bls. 5.
59 Sigurður Grímsson, „Gunnþórunn Halldórsdóttir. Gamlar leikhúsminningar“,
Lesbók Morgunblaðsins 13. maí 1962, bls 4. Sjá einnig Jón Auðuns, „Látinn frum-
herji. Frú St. Claire Stobart“, Morgunn 36:1 (1955), bls. 50.
60 Hér má einnig benda á að þegar hampa átti konum eða hefja þær upp í sam-
félagi 19. aldar voru þeim gefnir karllegir eiginleikar. Sjá Erla Hulda Halldórs-
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 197