Saga - 2018, Blaðsíða 200
falt oftar fyrir en þær kvenlegu og hafa aðra merkingu. Hugtakið
athafnasemi og hinar ýmsu myndir þess ná yfir fjölbreytilega og
samsetta eiginleika. Athafnasemi virðist t.d. birtast sem eins konar
samheiti yfir það að stunda verslun og viðskipti, almenna afkasta-
semi eða virkni á ýmsum sviðum, fjölskyldubönd, háa þjóðfélags -
stöðu og það að hefja sig yfir fjöldann eða vera mikilmenni. kven -
legar orðmyndir hugtaksins lýsa ekki eins íburðarmiklum eiginleik-
um en það virðist einkum ná yfir það að stunda viðskipti á borð við
verslunarrekstur, félagsmálastarf og heimilisrekstur. Athyglisvert er
að skoða feril Pálínu eldri og yngri út frá þessu. Spyrja þarf hvort
athafnasemi þeirra samræmist þessari notkun hugtaksins í íslensku
máli eða hvort hún nái að einhverju leyti út fyrir þau mörk sem
athafnasemi kvenna eru sett.
Athafnasemi Pálínu eldri
sem staðbundið táknrænt auðmagn
Í ritinu Mjófirðingasögur eftir Vilhjálm Hjálmarsson er allítarlega
fjallað um Pálínu. Virðist hún fá mun meiri umfjöllun en almennt
tíðkast um konur, undir millifyrirsögninni „Henni var ekki fisjað
saman“, og verður ekki annað sagt en að henni sé gert allhátt undir
höfði.61
Höfundur leggur m.a. áherslu á menntun Pálínu, að hún „naut
meiri tilsagnar í æsku en títt var þá, sótti kvennaskóla Guðrúnar
Arnesen á Eskifirði og var einnig vetrartíma að læra ensku hjá frú
Hemmert þar í kaupstaðnum.“ Það virðist þó ekki síst vera vegna
kjarks og viðskiptavits að Pálína fær svo veglegan sess í Mjófirð -
ingasögum. „Þessi elsta dóttir Guðmundar og Þórunnar á Hesteyri
virðist snemma hafa verið kjarkmikil og áræðin“, segir Vilhjálmur.
„Sautján ára gömul var hún send til Héraðs snemma vors að selja
arfahlut móður sinnar í Eyvindará. Hún hreppti hrakning á
Mjóafjarðarheiði. Náði þó að Firði og síðan heim — og hafði selt
jarðarhundruð móður sinnar 50% yfir gangverði.“62 Þá segir einnig
stuttlega af Vesturheimsferð Pálínu, eða að árið 1889 „hleypti Pálína
sigríður og þorgerður198
dóttir, „Að vera sjálfstæð. Ímyndir, veruleiki og frelsishugmyndir kvenna á 19.
öld“, Saga 35 (1997), bls. 63–64.
61 Vilhjálmur Hjálmarsson, Mjófirðingasögur, bls. 93–96.
62 Sama heimild, bls. 94. Sjá einnig Tækniminjasafnið. Pálína Waage. Ágrip af æfi-
sögu minni, bls. 11–13.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 198