Saga - 2018, Page 201
heimdraganum svo um munaði og sigldi til Ameríku með frænd-
fólki sínu í efra.“63
Vilhjálmur Hjálmarsson virðist hafa hnotið um starfsheiti Pálínu
sem hann lagði ekki fullan trúnað á. „Ég veitti því athygli“, segir
hann, „að Pálína Guðmundsdóttir er talin „húskona“ á Hesteyri
1893, ein síns liðs. Við athugun kom í ljós, að það sumar og hið
næsta á undan gerir hún út árabát, mannaðan sunnlenskum sjó-
mönnum að mestu eða öllu leyti.“ Veturinn á milli þess að hún
stundaði útgerð á Hesteyri var Pálína aftur á móti barnakennari á
Eskifirði. „Hélt hún þá til hjá frú Súsönnu Weyvadt … og ef til vill
hefur kennslan verið á hennar vegum.“64
Þessi umfjöllun um Pálínu Guðmundsdóttur í Mjófirðingasögum
gefur til kynna að umhverfi Pálínu hafi viðurkennt hana sem kjark-
mikla og ákveðna athafnakonu. Og vesturheimsferðin, sem og
almenn athafnasemi, virðist hafa orðið hluti af persónusköpun
hennar og táknrænu auðmagni hennar á austfirskum vettvangi.
Sjálfssköpun Pálínu eldri
Sjálfsævisaga Pálínu er afar merkileg að því leyti að hvergi virðist
örla á neinu „kvenlegu lítillæti“. Það er einkenni á öllu sem hún
skrifar um ævi sína að hún setur kjark sinn, gerendahæfni og útsjón-
arsemi í forgrunn. Leggur hún m.a. áherslu á menntun sína og
metnað í námi. Í lýsingum á vesturheimsferðinni birtist hún einnig
sem sterkur gerandi sem grípur í taumana fyrir sig og sitt fólk,
þegar henni líkar ekki aðbúnaður í ferðinni, og er fengin til forystu-
hlutverks í hópnum.65 Enn fremur lýsir Pálína því í nokkrum smá-
atriðum hvernig hún byggði upp viðskipti sín og fjölskyldu sinnar
á Seyðisfirði og haslaði sér völl sem athafnakona á staðnum.66 Allt
þetta sýnir vel að Pálína hafði í rauninni athafnarými, bæði sem
persóna og sem kaupmaður og fyrirtækjarekandi.
Segja má einnig að ferill Pálínu eldri sprengi að vissu leyti þá
ramma sem hugtakið athafnasemi markar konum. Ferill Pálínu er
þó um leið á vissan hátt gott dæmi um athafnasemi eins og því hug-
auðmagn sem erfist… 199
63 Hér er átt við móðursystur Pálínu og fjölskyldu hennar, eins og komið er að
síðar í greininni.
64 Vilhjálmur Hjálmarsson, Mjófirðingasögur, bls. 94–96.
65 Tækniminjasafnið. Pálína Waage. Ágrip af ævisögu minni, bls. 21–22.
66 Tækniminjasafnið. Pálína Waage. Minnisbók 1922.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 199