Saga - 2018, Page 202
taki er lýst hér að ofan. Saga Pálínu virðist þó ekki beinlínis sam-
ræmast hinum kvenlegu myndum hugtaksins; t.d. er ekki að finna
umfjöllun um félagsmálastarf í sjálfsævisögu Pálínu eða öðrum
heimildum um hana. Og þótt segja megi að það sé komið inn á
heimilisrekstur í sjálfsævisögunni — og vissulega hafi verið mikil-
vægt að hann gengi vel — virðist Pálína ekki hafa skilgreint sig út
frá því hvernig hún rak heimilið. Athafnasemi hennar fólst í að sam-
eina fjölbreytilega þætti og eiginleika, t.d. menntun, framtakssemi
og kjark, en þó með ákveðna áherslu á verslun og viðskipti. Og það
var athafnasemi í þessum skilningi sem hún náði að umbreyta í
staðbundið, táknrænt auðmagn.
Pálína Guðmundsdóttir hafði ákveðna fyrirmynd þegar kom að
þáttum á borð við ferðalög á milli landa, athafnasemi og fyrirtækj-
arekstur. Guðmundur Guðmundsson faðir hennar var brautryðjandi
í fyrirtækjarekstri á Seyðisfirði, en hann var einnig söðlasmiður og
lærði iðngrein sína í kaupmannahöfn á tímum þegar fáir Íslend -
ingar gerðu slíkt. Virðist hann hafa komið heim úr því námi þremur
árum síðar, árið 1855, en samkvæmt því hefur hann þá verið 21
árs.67 Sagnfræðingarnir Guðjón Friðriksson og Jón Þ. Þór segja að
heimildir hafi fundist um „680 íslenska iðnaðarmenn sem ýmist
lærðu til sveinsprófs í Danmörku á árabilinu 1814–1918, stunduðu
þar framhaldsnám eða unnu“.68 Þó megi telja víst að þeir hafi verið
talsvert fleiri. Nær 110 fóru utan í þessum erindagerðum á árabilinu
1814–1850 en „á árunum 1851–1880 fundust tæplega 140 iðnaðar-
menn sem fóru til Danmerkur eða um 45 á hverjum áratug“. Má
nefna að árið „1860 var hlutfallstala iðnaðarmanna á landinu enn
ekki nema 1,4%.“69
Að sögn Vilhjálms Hjálmarssonar mun Guðmundur þó ekki
mikið hafa stundað iðn sína eftir heimkomuna en hann gerðist
athafnamaður á Seyðisfirði. Var hann þar gestgjafi, vert, í tólf ár.70
Samkvæmt því sem Pálína ritar í sjálfsævisögu sinni fór faðir hennar
sigríður og þorgerður200
67 Sjá Vilhjálmur Hjálmarsson, Mjófirðingasögur, bls. 59. Sjá einnig Guðjón Frið -
riksson og Jón Þ. Þór, Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands. Síðara bindi (Reykja -
vík: Hið íslenska bókmenntafélag 2013), bls. 306.
68 Guðjón Friðriksson og Jón Þ. Þór, Kaupmannahöfn sem höfuðborg Íslands, bls.
305–306.
69 Sama heimild, sama stað.
70 Frásögn Vilhjálms Hjálmarssonar um þetta byggist að nokkru á sjálfsævisögu
Pálínu. Þeim ber þó ekki saman um hversu lengi Guðmundur var „vert“ á
Seyðisfirði. Segir Vilhjálmur það hafa verið 12 ár en Pálína segir árin hafa verið
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 200