Saga - 2018, Page 203
tvisvar sinnum til kaupmannahafnar og er hann kom þaðan í seinna
skiptið flutti hann með sér húsið sem notað var undir veitingarekst-
urinn.71 Fjölskyldan fluttist síðan að Hesteyri í Mjóafirði þar sem
Guðmundur gerðist útvegsbóndi.72 Einhverskonar viðskipti héldu
áfram að fylgja fjölskyldunni en þar var síðar rekin sveitaverslun.
Þórunn Pálsdóttir Ísfeld, móðir Pálínu, fékk verslunarleyfi árið 1903
og Eiríkur G. Ísfeld, bróðir Pálínu, fékk einnig slíkt leyfi strax eftir
fráfall móður sinnar, árið 1908. Hann tók enn fremur við jörðinni að
foreldrum sínum látnum.73 Í ævisögu Önnu Mörtu Guðmundsdótt -
ur á Hesteyri, eftir Rannveigu Þórhallsdóttur bókmenntafræðing, er
ítarlega fjallað bæði um fjölskylduna og ábúð hennar á jörðinni.
Guðmundur faðir Önnu á Hesteyri, er síðar var ábúandi þar, var
bróðir Pálínu og Eiríks og næstyngstur systkinanna.74
Í sjálfsævisögu sinni fjallar Pálína eldri m.a. um ævi sína frá því
að hún var barn. Vorið 1874 fluttist fjölskyldan að Hesteyri í Mjóa -
firði. „[Þ]ann dag er við fluttum man jeg svo vel eptir og var jeg þá
á níunda árinu það var á annan í hvítasunnu blíða logn, og dálítil
þoka um miðfjöllin“.75 Pálína lýsir m.a. flutningi fjölskyldunnar í
Mjóafjörð og fermingu sinni.
Námi hennar við kvennaskólann á Eskifirði76 eru gerð sérstök
skil. „[Þ]arna var jeg 17 ara gömul“ segir Pálína, „og þennan vetur
hafði jeg verið að læra hjá fröken Arnesen sem þá hjelt kvennaskóla
á Eskifirði … og minnist, jeg ymsra atvika ánægjulegra, eins og þess
að frökenen var mjer eins og jeg væri henni nær skyld“. Var það,
auðmagn sem erfist… 201
þrettán. Sjá Vilhjálmur Hjálmarsson, Mjófirðingasögur. Þriðji hluti, bls. 60, og
Tækniminjasafnið. Pálína Waage. Ágrip af æfisögu minni, bls. 1.
71 Húsið eignuðust síðar þær mæðgur Sigríður Þorsteinsdóttir og Ingibjörg
Skapta son er stofnuðu kvenréttindablaðið Framsókn á Seyðisfirði. Sjá Vil hjálm -
ur Hjálmarsson, Mjófirðingasögur. Þriðji hluti, bls. 60, og Tækniminjasafnið.
Pálína Waage. Ágrip af æfisögu minni, bls. 1.
72 Vilhjálmur Hjálmarsson, Mjófirðingasögur, bls. 61.
73 Sama heimild, bls. 62–63. Vilhjálmur Hjálmarsson telur að verslunarreksturinn
hafi einkum verið á vegum Eiríks.
74 Sjá Rannveig Þórhallsdóttir, Ég hef nú sjaldan verið algild. Ævisaga Önnu á
Hesteyri (Reykjavík: Bókaútgáfan Hólar 2008), bls. 19–27, 31.
75 Tækniminjasafnið. Pálína Waage. Ágrip af æfisögu minni, bls. 1.
76 Bent hefur verið á að það sé að einhverju leyti málum blandið hvort skilgreina
beri skóla þennan sem „kvennaskóla“ og að ekki hafi verið talað um hann sem
slíkan í lok 19. aldar. En skólinn kenndi bæði börnum og ungum stúlkum. Sjá
Erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur, bls. 173–174. Pálína talar engu að
síður um skólann sem „kvennaskóla“.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 201