Saga - 2018, Side 204
segir Pálína, vegna þess „að þau vóru nábylingar í mörg ár foreldrar
mínir og hún og hennar fólk, og það tengdi fólk fremur saman
fábylið, 7 hús á öldunni allri“. Pálína lýsir metnaði sínum í námi og
hvernig henni tókst að komast í hóp bestu námsmeyjanna í skólan-
um. „[J]eg var fyrst eftir að kom á skólann í öðru herbergi með 6
öðrum stúlkum sem ekki vóru komnar jafn langt eins og þær í stóru
stofu sem kölluð var“. En fröken Arnesen „heitaði … mjer að jeg
skyldi tekin á stofuna með þeim hæfari … ef jeg yrði búin að ljúka
því sem hún setti mjer fyrir til jóla, og tók jeg þá á öllum kröftum
mínum“. Og ætlunarverkið tókst, en „viku fyrir jól byrjaði jeg, að
skrifa stíla og öðru fleiru með þeim, og var með þeim þar til jeg fór
heim“.77
Hér er enn fremur athyglisvert að skoða skrif Pálínu um veru
sína á kvennaskólanum í ljósi hugmynda, sem Erla Hulda Halldórs -
dóttir hefur sett fram, um kvennaskóla sem rými „andófs og sam-
semdar“. Þeir hafi verið staðir „þar sem konur gátu í senn samsam -
að sig ríkjandi hugmyndum um samfélagslegt hlutverk kvenna og
andæft þeim“, og átti þetta t.d. við um kvenfrelsismál.78 Skólana
megi skoða sem „nærandi og styrkjandi rými þar sem stúlkur voru
utan hins hefðbundna veruleika búskaparstrits og vinnumennsku.“79
Áhugavert er að skoða veru Pálínu í skólanum út frá þessum hug-
myndum, en það var ekki bara góður árangur í námi sem gaf henni
færi á að móta sjálfa sig sem sterkan geranda. Skólinn virðist líka
hafa verið nokkurs konar vettvangur eða félagslegt rými til sam-
skipta fyrir ungar stúlkur, þar sem þær gátu leikið sér í friði og jafn-
vel ögrað hver annarri til ákveðinna afreka.
Slíkt virðist ekki hafa verið í ósamræmi við skapferli Pálínu, eins
og eftirfarandi frásögn ber með sér. „[E]inu sinni um kvöld sátum
við allar þar í stofunni og barst þá mart á góma, og þar á meðal
drauga sögur, jeg var yngst á skólanum af stúlkunum“. Þá „kallar
Agla Thúlinyus, það hefur orðið vart á grænu stofu húsunum, síðan
það var fanga hús til forna segir hún … jeg skal gefa þeirri sem fer
ein og sækir hnallin sem barin er með fiskur og færir mjer þá skal
hún fá þessa nál hún var úr silfri“.80 Og Pálína, sem þó var yngst á
skólanum, tók áskoruninni og fór af stað í fangahúsið forna að sækja
sigríður og þorgerður202
77 Tækniminjasafnið. Pálína Waage. Ágrip af æfisögu minni, bls. 27–28.
78 Erla Hulda Halldórsdóttir, Nútímans konur, bls. 228, 240.
79 Sama heimild, bls. 251.
80 Tækniminjasafnið. Pálína Waage. Lítill þáttur af ævisögu minni, bls. 28.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 202