Saga - 2018, Síða 205
hnallinn þrátt fyrir að eiga hugsanlega á hættu að mæta draugnum.
„[J]eg gekk hægt og stilt eftir sögn Öglu … og færði henni þennan
hlut“. Og silfurnálina hlaut hún að launum en Agla „sveik ekki
heldur loforðið“. Vistin á skólanum varð Pálínu þannig tilefni til að
móta sjálfsmynd sína sem kjarkmikils geranda.81 Þá bætti Pálína við
menntun sína þremur árum síðar, er hún fór „að læra ensku hjá frú
Hemert“82, en það átti eftir að koma sér vel í förinni til kanada. Ljóst
er að þegar Pálína hélt í þá för þá var hún orðin menntuð kona á
íslenskan mælikvarða þess tíma. Hún hafði öðlast verulegt „menn-
ingarlegt auðmagn“.
Stærstur hluti af „Ágrip af ævisögu minni“83, þ.e.a.s. fyrri útgáfu
sjálfsævisögunnar, þar sem Pálína fjallar um fyrri hluta ævi sinnar,
snýst um för hennar til kanada. „[V]ar það efa laust sá fagrasti tími
æfi minnar“, segir Pálína.84 Hún hélt vestur um haf árið 188985 og
dvaldi þar að eigin sögn í tvö ár. Þá gerðist það að foreldrar hennar
skrifuðu henni og báðu hana að koma heim. Þau ætluðu sér að fara
vestur um haf og vildu að hún aðstoðaði þau í ferðinni.86 Af þeirri
ferð varð aftur á móti ekki.
Samkvæmt orðum Pálínu bar flutning hennar til Vesturheims að
með þeim hætti að frændfólk hennar, sem bjó á Egilsstöðum á
Fljótsdalshéraði, hafði ákveðið að selja jörðina og flytjast vestur um
haf og vildi að hún kæmi með. Það er erfitt að sjá að einhvers konar
neyð hafi rekið hana af stað, en þó kann það að hafa haft áhrif að
heimilið var orðið mjög barnmargt. „Móðirsystir mín kom“, segir
Pálína, „og maður hennar að kveðja foreldra mína, þau vóru þá
búin að selja Egilsstaði Jóni Bergsyni, sem á þá nú, þau vóru ráðin
að fara alfarin til Amiríku“.87
[V]óru þau í þrjá daga, og ljet hún engan morgun svo líða að hún legði
ekki að henni móður minni með að lofa mjer að fara með þeim hún
lofaði henni hún skyldi annast mig sem sitt eigið barn (og það gjörð
hún meðan við fyldumst að) og varð það úr er þær kvöddust, að móðir
auðmagn sem erfist… 203
81 Sama heimild, bls. 28–29.
82 Sama heimild, bls. 31.
83 Sama heimild, bls. 1.
84 Sama heimild, bls. 32.
85 Sjá Júníus H. kristinsson, Vesturfaraskrá 1870–1914 (Reykjavík: Sagnfræði -
stofnun Háskóla Íslands 1983), bls. 68.
86 Tækniminjasafnið. Pálína Waage. Ágrip af ævisögu minni, bls. 32.
87 Sama heimild, bls. 14
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 203