Saga - 2018, Page 206
mín lofaði henni því að hún skyldi ekki neita, ef jeg vildi það endilega
sjálf þá vórum við líka orðin 11 alsystkinin.88
Og Pálína var „í skyndi útbúinn“ til að halda „út í geymin mikla
Ameríku, álfuna veruleikans“. Þó er eins og hún hafi aldrei ætlað að
komast af stað. Bæði seinkaði skipinu um viku og lýsingar á kveðju -
stundinni eru líka langdregnar.89
Lýsing Pálínu á vesturheimsferð sinni í sjálfsævisögunni er í
raun inni liður í sjálfssköpun hennar sem sterks geranda, sem
athafnasams geranda er mætir nýjum kringumstæðum af ákveðn -
um léttleika, eins og sú sem að ákveðnu leyti getur valið kjör sín og
kringumstæður. Sem geranda sem sópar að, tekur að sér forystu-
hlutverk og talar erlend tungumál, en í ferðinni kom það sér vel að
Pálína talaði norsku.90 Ferðin gerði að verkum að Pálína var bæði
forfrömuð og sigld en það gaf henni, að segja má, þverþjóðlegt auð -
magn.
Pálína lýsir dugnaði sínum og vinnusemi. Eftir fyrsta mánuðinn
í kanada, „er jeg bara ljek mjer“ þá „langaði mig að drífa eitt hvað
því Ameríka heldur ekki, af letingjum þar er sá í mestum metum, er
mestan dugnað sýnir“. Lét hún því í ljós við hlutaðeigandi „að nú
væri mjer farið að leiðast iðju leysið þar jeg hefði ekki farið beint til
Amiríku til að sjá aðra vinna“.91 Pálína var ráðin í vinnu og fór m.a.
í vist hjá efnuðu fólki sem bjó utan við Winnipeg.92
Þegar Pálína kom heim frá kanada, árið 1891,93 sá hún fyrir sér
með því að gera út árabát og stunda barnakennslu. Segja má að út -
gerðin hafi markað upphaf að ferli hennar sem athafnakonu á
Austurlandi, þ.e.a.s. samkvæmt þeim skilningi á hugtakinu athafna-
semi að það snúist um verslun og viðskipti.
Í sjálfsævisögu Pálínu kemur víða fram að hún hafði tilfinningu
fyrir náttúrunni. Hún virðist hafa munað náttúru- og veðurfar í
sigríður og þorgerður204
88 Sama heimild, sama stað.
89 Sama heimild, bls. 15.
90 Sama heimild, bls. 22.
91 Sama heimild, bls. 27.
92 Lýsingar á vistinni eru mjög athyglisverðar en umfjöllun um hana bíður betri
tíma.
93 Pálína hélt vestur um haf árið 1889 eins og áður hefur komið fram. Dvaldi hún
að eigin sögn í kanada í tvö ár og samkvæmt því hefur hún komið heim árið
1891. Ekki virðast þó vera til aðrar heimildir um hvenær nákvæmlega hún
kom heim. Sjá Tækniminjasafnið. Pálína Waage. Ágrip af ævisögu minni, bls. 32.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 204