Saga - 2018, Page 207
nokkrum smáatriðum svo árum skipti og einnig tengt atburði ævi
sinnar við veðráttuna. Þegar hún síðan minntist hinna ýmsu atvika
ævinnar var það oft í tengslum við náttúru- og veðrabrigði. Í útgerð -
inni kom þessi hæfileiki sér vel enda gat hún lesið í náttúruna og
áttað sig á fiskigengd. En einnig kemur fram að Pálína fékk sína
eigin leika og athafnasemi sem útgerðarkona að nokkru leyti að
erfðum frá föður sínum. Segir hún m.a. frá því er henni varð
reikað út í Ekruvík svokallaða, og er jeg kom þangað varð jeg vör við
smá vöður, sem eins og hvesti í öðru hverju, og með því að jeg hafði opt
lagt síldar net með föður mínum (er hann ekki vildi tefja sjómenn sína)
sá jeg að þettað mundu fremur vera síld en ufsi því hann gerir engan
usla einungis sjer maður sem rigningar dropa falla á sjóin, er hann
gjörir vart við sig.94
Pálína þénaði á útgerðinni. „[U]m haustið átti jeg talsvert, til góða
og fría útgjörðina, fór jeg þá um veturinn til Eskifjarðar og kendi
börnum þá um veturinn“.95 Sumarið 1893 hélt hún útgerðinni
áfram, „hjelt jeg úti bátnum, sem áður og vóru sjómenn mínir mjög
hepnir sem fyrr“.96
kaflaskil urðu í lífi Pálínu er hún giftist Eyjólfi Jónssyni Waage í
Reykjavík árið 1894. Eftir giftinguna héldu Pálína og Eyjólfur „svo
suður til Stóruvoga í Vogum og er þar ljómandi fagurt landslag og
Snæfellsjökull blasir við manni þaðan“.97 Þar gekk hún einnig í mál
sem snertu eignir manns hennar og kom í veg fyrir að þau misstu
eignir.98
Pálína og Eyjólfur virðast hafa ætlað að setjast að í Vogunum en
það gekk ekki eftir því að ábúandinn á „okkar jarðareign“ hafði
„lífstíðar ábúð … við buðum honum 200 kr til að standa upp með
góðu en það dugði ekki, fluttum við þá alfarin til Mjóafjarðar“.99 Í
Mjóafirði bjuggu þau á Nýjabæ, sem var grasbýli í landi Hest eyrar.100
auðmagn sem erfist… 205
94 Tækniminjasafnið. Pálína Waage. Minnisbók 1922, bls. 1. Fyrstu blaðsíðu hand-
ritsins virðist vanta. Blaðsíðutölin eru miðuð við fyrstu blaðsíðuna í handrit-
inu eins og það er núna.
95 Sama heimild, bls. 3–4.
96 Sama heimild, bls. 8.
97 Sama heimild, bls. 8–9.
98 Sama heimild, bls. 9.
99 Sama heimild, bls. 10–11.
100 Vilhjálmur Hjálmarsson, Mjófirðingasögur. Þriðji hluti, bls. 95. Sjá Rannveig
Þórhallsdóttir, Ég hef nú sjaldan verið algild, bls. 21.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 205