Saga - 2018, Síða 208
Þar urðu þau fyrir miklum erfiðleikum og áfalli er íbúðarhús úr
timbri, sem þau byggðu sér þar, brann. Eftir það fluttu þau til Seyð is -
fjarðar.101 Þar í bæ stofnuðu þau hjón m.a. Verslun E.J Waage.102
Vilhjálmur Hjálmarsson segir svo frá að Eyjólfur hafi oft verið „til
sjós, að minnsta kosti framan af dvölinni á Seyðisfirði. Hann átti
útgerð á Skálanesi, ysta býli sunnan Seyðisfjarðar, og stundum fór
hann á skútu.“103 En síðar tók Jón Waage sonur þeirra við verslun-
inni.104
Í sjálfsævisögu sinni lýsir Pálína Stefanía Guðmundsdóttir Ísfeld
Waage því hvernig hún haslaði sér og fjölskyldunni völl á Seyðis -
firði með veitingasölu og verslunarrekstri.105 Segja má að sjálfsævi-
sagan gefi einstaka innsýn í líf íslenskrar athafnakonu í upphafi 20.
aldar. Pálína var enda „verslunarmaður að upplagi“, eins og haft
var eftir dótturdóttir hennar löngu síðar.106 Hún var útsjónarsöm og
kom ár sinni fyrir borð. Líka var hún fær um að takast á hendur
verkefni sem mörgum hefðu reynst óyfirstíganleg, svo sem þegar til
hennar var leitað að taka fyrirvaralaust að sér veitingasölu fyrir
hundruð manna.107 Fyrri heimsstyrjöldinni sagðist hún aldrei
gleyma „meðan jeg lifi, stríðið geysaði alt var dyrt, en samt höfðum
við nó til framfærslu Guði veri lof“. „[E]instöku sinnum, er skip
komu höfðum við veitingu því við komum okkur vel við okkar við -
skipta fólk, og vel var á haldið“.108 Árið 1924, „sem jeg skrifa þessi
orð“ má lesa að „Guð [hefði] blessað okkur ríkuglega … en við
skuld uðum ekkert, og áttum það skuld laust, er við höfðum handa
á milli“.109
sigríður og þorgerður206
101 Tækniminjasafnið. Pálína Waage. Minnisbók 1922, bls. 23–30.
102 Vilhjálmur Hjálmarsson, Mjófirðingasögur. Þriðji hluti, bls. 95. Sjá einnig Þóra
Guðmundsdóttir, Húsasaga Seyðisfjarðarkaupstaðar (Seyðisfjörður: Safnastofn -
un Austurlands, Seyðisfjarðarkaupstaður 1995), bls. 76.
103 Vilhjálmur Hjálmarsson, Mjófirðingasögur. Þriðji hluti, bls. 96.
104 Morgunblaðið 25. janúar 1969, bls. 18. „Jón E. Waage kaupmaður Seyðisfirði.
Minning“.
105 Tækniminjasafnið. Pálína Waage. Minnisbók 1922, bls. 31–49.
106 Morgunblaðið 3. september 1999, bls. 6 B.
107 Tækniminjasafnið. Pálína Waage. Minnisbók 1922, bls. 34–37.
108 Sama heimild, bls. 45–46.
109 Sama heimild, bls. 48.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 206