Saga - 2018, Side 211
Fróðlegt er að skoða þessar lýsingar út frá hugtakinu athafna-
semi. Lýsingarnar bera m.a. vott um mikla framtakssemi og virkni
Pálínu yngri og enn fremur tiltekna hæfni sem gerði að verkum að
hún virðist hafa verið eftirsótt í vinnu. Pálína byrjaði á því að fá
tengdamóður Þórunnar, Dellu að nafni, í lið með sér og leituðu þær
að vinnu þar sem auglýst var eftir stúlkum til afgreiðslu. „Ég áleit
það væri bezt, þar sem eg hafði svo að segja „alla æfi“ stundað
búðarstörf.“119 Fyrir jólin 1947 var hún komin í tímabundna vinnu í
verslun, við að pakka inn jólagjöfum.120 Þar kynntist hún líka ákveð -
inni atvinnugrein sem hún hefði eflaust ekkert haft á móti að leggja
fyrir sig, þ.e.a.s. gluggaútstillingum. „Búðin kostaði afar mikið til í
gluggaskreytingar og útstyllingar. Voru tvær stelpur, sem unnu aðal -
lega að því. Eg sá hjá þeim blöð, sem syndu nýjustu aðferðir við aug -
lysingaglugga, og kendu slíkt. Eg var mjög hrifin af þeira atvinnu.“121
Pálína kom sér greinilega vel í vinnu. Fékk hún atvinnu „við
leðurvinnu hjá „Frontier & Metal Crafts Coup“ … Fyrst vann eg við
að búa til allskonar minjagripi úr leðri, voru þeir reimaðir saman
með „plastic“ reimum. Mér fanst það skemmtilegt að eiga við það.“
Maðurinn sem sá um leðurvinnuna „hét Chester Thomsen. Ágætur
kall“. Vantaði svo „Chester stúlku, sem gæti brennt myndirnar á
leðrið. Hann fór því að láta okkur æfa okkur á því. En hann valdi
svo mig að lokum.“122
Þar kom þó að leðurgerðin þurfti að hætta framleiðslu og „var
stúlkunum sagt upp“. „Aftur varð eg þá orðin atvinnulaus“ segir
Pálína. En nokkru seinna „fekk eg von um atvinnu, hjá bakaríi. Var
það við að pakka inn í cellophanpappír allskonar brauði og kök -
um.“ Og voru við þetta „notaðir einskonar „boltar“ í sambandi við
rafurmagn. Þeim var brugðið á endana, og var sem límt væri fyrir.
Þetta var að vísu hlaupavinna, ekki á hverjum degi.“123 Svo „hafði
eg líka von um vinnu hjá fyrirtæki, sem útbjó „pickles“, „þurkaðar
kartöflur“ og „kornchips“ og fl. var það við að pakka þessu inn, eg
vann þar einn dag, var það vegna þess að ein stúlknanna var lasin.
Ekki líkaði mér sú atvinna.“124 En maður þekkti mann í Texas. Della
auðmagn sem erfist… 209
119 Sama heimild, sama stað.
120 HerAust. Eink 568–4. Pálína Þ Waage. Bók No 1. 1947–48, bls. 64–66.
121 HerAust. Eink 568–4. Pálína Þ Waage. Bók No 1. 1947–48, bls. 71–72.
122 Sama heimild, bls. 86–89.
123 Sama heimild, bls. 102–103.
124 Sama heimild, bls. 103–104.
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 209