Saga - 2018, Page 212
þekkti „mann, sem hafði leigt hjá henni einu sinni“. Vann hann nú
hjá einhvers konar „food packing house“. Það var fyrirtæki sem
„hafði sláturhús og reikhús, bjó til pilsur og alskonar mat úr kjöti“.
Og spurði Della „Jack (hann hét Jack Collins) hvort ekki væri hægt
að fá atvinnu hjá þeim, og varð það úr að hann útvegaði mér
atvinnu þar.“ En þá skrifar Pálína, greinilega ekki án stolts, að dag-
inn eftir hafi verið „hringt til mín, bæði frá bakaríinu og hinu pökk-
unarhúsinu, og bauðst mér föst atvinna á báðum stöðunum. En þá
var það of seint. Nú var eg ráðin hjá „Pökkunarh[úsinu].““125
Eftir að Pálína og Þórunn sneru aftur til Íslands, í lok árs 1950,
varð verslunarrekstur í Verslun E.J. Waage atvinna Pálínu. Rak hún
verslunina í áratugi, framan af á móti Jóni móðurbróður sínum.126
Pálína lést á Seyðisfirði árið 2005.
Lokaorð
Hér á undan höfum við rannsakað persónulegar heimildir frá hendi
Pálínu S. Guðmundsdóttur Waage og Pálínu kr. Þorbjörnsdóttur
Waage út frá hugtakinu athafnasemi og kenningum um auðmagn
og þverþjóðleika. Rétt eins og konur hafa verið lítt sýnilegar í sögu
vesturferða, enda þótt þær hafi verið yfir helmingur vesturfara
héðan, hefur athafnasemi kvenna í sögulegu samhengi verið fremur
ósýnileg og lítill gaumur gefinn. Til að varpa ljósi á sögu þessara
tveggja kvenna og gera hana merkingarbæra höfum við rakið hug-
takið athafnasemi og skyld hugtök í íslensku samhengi. Reifað hefur
verið hvernig þessi hugtök hafa bæði karllæg formerki og þjóðern-
isleg um leið og þau endurspegla ákveðna þjóðfélagsstöðu og eru
gjarnan tengd við ættgöfgi og félagslegt auðmagn.
Færð hafa verið rök fyrir því að Pálína eldri og yngri hafi verið
athafnasamar bæði í þrengri og víðari merkingu hugtaksins. Þær
voru athafnakonur í þeim skilningi að þær stunduðu verslun og
viðskipti, en þær voru einnig athafnasamar á þann hátt að þær sam-
einuðu viðskiptin og virkni á ýmsum öðrum sviðum. Báðar mennt -
uðu þær sig og bjuggu því yfir menningarlegu auðmagni, í merk-
ingu Bourdieu, áður en þær tókust á hendur ferð til fjarlægra landa.
Báðar fluttust þær til Vesturheims, reyndar með nærri sex áratuga
sigríður og þorgerður210
125 Sama heimild, bls. 104.
126 Morgunblaðið 11. desember 2005, bls. 65 (Hjalti Þórisson, „Pálína kristín
Þorbjörnsdóttir Waage“).
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 210