Saga - 2018, Page 215
ÁHRIF LÚTHERS. SIÐASkIPTI, SAMFÉLAG OG MENNING Í 500
ÁR. Ritstjórar Hjalti Hugason, Loftur Gutt ormsson og Margrét Eggerts -
dóttir. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík 2017. 516 bls. Myndir,
kynning á höfundum. Heimildaskrár fylgja einstökum ritgerðum.
Íslenskir sérfræðingar í sögu kristni og kirkju hafa sýnt þeim atburði sér -
staka ræktarsemi þegar Marteinn Lúther hóf uppreisn sína gegn kaþólsku
kirkjunni árið 1517. Strax á árinu 2011 var hafist handa við þverfaglegt rann-
sóknarverkefni um áhrif siðaskiptanna á íslenska kristni, samfélag og menn-
ingu. Prófessorarnir Arnfríður Guðmundsdóttir og Hjalti Hugason áttu
frumkvæði að þessu verki en síðar bættust í stýrihóp þess Erla Hulda
Halldórsdóttir, lektor í sagnfræði, Auður Styrkársdóttir, forstöðumaður
kvenna sögusafns, og Sveinn yngvi Egilsson, prófessor í bókmenntafræði.
Um efnið voru haldnar ráðstefnur, fyrirlestrar, málstofur og fundir af ýmsu
tagi. Ritaðar voru greinar í íslensk tímarit og þátttakendur í verkefninu
töluðu um efnið á erlendum ráðstefnum. Þá var efnt til greinasafns þess sem
hér er til skoðunar. Það inniheldur 20 ritgerðir eftir jafnmarga höfunda.
Eftir efni er ritinu skipt í sex hluta. Sá fyrsti fjallar um samfélag og
almenn ingsfræðslu og byrjar á grein Hjalta Hugasonar um siðbótarstefnu
danska höfuðsmannsins Páls Stígssonar (Poul Stigsen Hvide, 1560–1566). Þá
fjallar Loftur Guttormsson um bréf kristjáns IV árið 1635 um kristindóms -
fræðslu almennings og húsvitjanir biskupa, prófasta og presta. kristín Bjarna -
dóttir beinir sjónum einkum að námsbókarhandriti í reikningi frá átjándu
öld, Arithmetica — það er reikningslist, en kemur þó víðar við. Ekki veit ég
hvað við eigum Lúther mikið að þakka útkomu þessarar bókar á íslensku,
en höfundur upplýsir að hann hafi verið hlynntur stærðfræði kennslu. Og
bráðskemmtileg finnst mér grein kristínar.
Annar hluti bókarinnar nefnist „Þýðingar og útgáfa“ og fjalla allar grein-
ar hennar um texta sem hafa verið þýddir á íslensku. Fyrst eru þar hug-
leiðingar Helga Skúla kjartanssonar um hvaða bók það hafi hugsanlega
verið sem séra Torfi Jónsson í Gaulverjabæ kallar Fjóra guðspjallamenn, segir
að Jón biskup Arason hafi gefið hana út og hafi hún verið lögð í kistu
Brynjólfs biskups Sveinssonar. En Torfi efast um að til sé nokkurt eintak af
R I T D Ó M A R
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 213