Saga - 2018, Side 218
mæta efnisframboði frá ágætum höfundum sem hafa viljað auka hlut
kvenna í sögunni. Þarna birtast prýðilegar greinar, að öðrum ólöstuðum
kannski einkum grein Erlu Huldu Halldórsdóttur um dauðann í bréfum
Sigríðar Pálsdóttur. Sérstaklega skemmtilegur fannst mér textinn þar sem
Erla Hulda vísar til ummæla Sigurðar Gylfa Magnússonar, um að íslensk
börn nítjándu aldar hafi fundið „siðferðislegar fyrirmyndir í Íslendinga -
sögum þar sem hetjur tókust á við mótlæti af reisn og létu ekki bugast — og
höfðu stjórn á tilfinningum sínum“ (bls. 370). En eftir að söguhetja Erlu
Huldu hefur misst foreldra, móðurömmu, eiginmann og þrjár, síðar fjórar,
dætur fer hún að tjá tilfinningar sínar með því að vitna í bréfum til Sona -
torreks Egils Skallagrímssonar, sem hún kallar forföður sinn, um að mjög sé
„tregt tungu að hræra …“ (bls. 387).
Hinir höfundarnir í þessum bókarhluta hafa vissulega leitast við að
tengja söguefni sín við lútherska lífsskoðun, og vel get ég unnt þeim þess að
fá að leggja fram sinn skerf. En greinar þeirra eru óneitanlega útúrdúr frá
því tímabili sem er verulega mótað af lútherskri kenningu og rjúfa því sam-
hengi bókarinnar nokkuð mikið. Síðasti hluti hennar birtist líka dálítið eins
og efnislegir afgangar sem vildu ekki rúmast með öðru. Fjallað er um bless-
unarorðin til að sýna „að rætur lútherskrar trúarhefðar liggja djúpt í biblíu-
legri arfleifð en tengjast jafnframt tilvistarglímu fólks á líðandi stundu.“ (bls.
465). Ætli megi ekki segja það um býsna margt fleira? Grein Ævars kjartans -
sonar um guðfræði Magnúsar Eiríkssonar finnst mér of góð, fróðleg og vel
skrifuð til þess að lenda þarna í afgangakafla. kannski hefði hún átt að
standa í sérstökum bókarhluta með greininni sem fer á eftir, umfjöllun Sól -
veigar Önnu Bóasdóttur um lútherska sýn á kynferðislegan margbreytileika.
Í báðum greinunum má segja að lútherssinnar fari fram úr Lúther inn í
nútíma sem væri honum væntanlega næsta framandi.
Innihald bókarinnar er furðu-fjölbreytt, ekki síst af því að höfundar eru
margir skemmtilega ósparir á að birta úr heimildum margbreytilega texta,
stundum með óvæntu efni. Hér má þannig lesa í grein Þórunnar Sigurðar -
dóttur næsta veraldlegan boðskap um daglega snyrtingu ungmenna, í þýð -
ingu séra Jóns Bjarnasonar í Presthólum (1560–1634) (bls. 347):
yfirhöfn sé ætíð klár,
andlit þvoðu þegar í ár,
hreinar láttu hendur smár,
hangi ei úr nefi tár.
[…]
Hvít sé nögl í hófi stór,
hreinsa burt hvað undir fór,
líðist vel þinn lokkur mjór,
leirugur ei skyldi skór.
ritdómar216
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 216