Saga - 2018, Side 219
Líka má benda á að Einar Sigurbjörnsson birtir undurfallegan texta Lúthers
sjálfs um tónlistina, í bráðsnjallri þýðingu séra Guðmundar Óla Ólafssonar.
Hann tekur yfir næstum heila blaðsíðu (183) en hér er aðeins stutt sýnis -
horn:
Og til þess er manninum gefin röddin að hann geti lofað Guð með
söngvum og orðum í senn. En þegar nám og list koma svo og til sögu
og bæta og fága náttúrutónlistina, þá fyrst fáum vér forviða skynjað
hina fullkomnu visku Guðs í verki hans Musicu. Og dýrlegust verður
hún einkum er einn syngur látlausa röddu en fjöldi radda fer á undra-
kostum fagnandi í kringum hana og skreytir hana með alls kyns hætti
og hljómi líkt og stiginn sé himneskur dans við hlið hennar þannig að
þeim sem þá verða aðeins lítillega snortnir virðist sem ekkert geti und-
ursamlegra verið í þessum heimi. Sá sem ekki hrífst af svo yndislegu
undri hlýtur sannarlega að vera grófasti drumbur.
Okkur sem erum illa að okkur í fræðum Lúthers er hollt að vita að þetta átti
hann til, karlinn.
Gunnar Karlsson
Úlfar Bragason, FRELSI, MENNING, FRAMFÖR: UM BRÉF OG
GREIN AR JÓNS HALLDÓRSSONAR. Fræðilegur ritstjóri: Guðmund -
ur Hálfdanarson. Háskólaútgáfan. Reykjavík 2017. 295 bls. Heimildir,
nafnaskrár og myndaskrá.
Endurskoðun á vesturíslenskri sögu hefur átt sér stað um alllangt tímabil,
a.m.k. tveggja áratuga skeið. Margar nýjar rannsóknir hafa verið gerðar inn-
an þessa tímabils, þar sem fræðimenn hafa beitt annars konar aðferðafræði
en áður tíðkaðist og komist að niðurstöðum ólíkum þeim sem einkenndu
eldri sagnaritun um íslenska vesturfara. Þannig hefur þjóðernisleg sögu -
skoðun ekki átt upp á pallborðið meðal fræðimanna sem fengist hafa við
þetta efni. Verkið Frelsi, menning, framför: Um bréf og greinar Jóns Halldórssonar
eftir Úlfar Bragason tilheyrir þessum geira. Bókin er ítarleg greining á skrif-
um vesturfarans Jóns Halldórssonar, sem birtust í bókinni Atriði ævi minnar:
Bréf og greinar árið 2005, en einnig er að finna uppskrift á einu bréfi Jóns til
konu sinnar, Þórvarar Sveinsdóttur. Í Frelsi, menning, framför leitast höfundur
við að „lesa í bréfin, greinarnar og ljósmyndirnar sem sjálfsskrif eða sjálfs-
bókmenntir (e. life writing), þ.e. heimildir sem fjalla um sjálfið“ (bls. 14).
Nálgunin, eins og hún er útlistuð í inngangi, virðist að öðru leyti vera
undir nokkuð sterkum áhrifum hinnar nýju félagssögu eins og hún hefur
ritdómar 217
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 217