Saga - 2018, Page 220
gjarnan verið kölluð, þar sem lögð er áhersla á að segja sögu Jóns Halldórs -
sonar frá sjónarhorninu að neðan (e. bottom-up). Að því leyti tileinkar höf-
undur sér hugmyndir bandaríska sagnfræðingsins Davids A. Gerbers um
sendibréfaskrif sem rannsaki persónuleika bréfritarans og þróun hans og
bregði þannig birtu á „það svigrúm sem einstaklingurinn hafi til áhrifa á
eigið líf“ (bls. 22). Aðferðafræðin er ekki síður í ætt við hugmyndir hins svo-
kallaða Minnesota-skóla um innflytjendasögu, sem rekur upphaf sitt til
sagnfræðinga á borð við Theodore C. Blegen en eitt helsta verk hans, Grass
Roots History frá 1947, hafði umtalsverð áhrif á félagssögulega nálgun fræði-
manna sem fjölluðu um sögu innflytjenda Norður-Ameríku. Í bókinni um
Jón Halldórsson er enda alloft vísað til rannsókna sem leggja áherslu á
„raddir innflytjendanna“, m.a. bækur eftir áðurnefndan Gerber, Solveigu
Zempel og Walter D. kamphoefner svo fáeinir höfundar séu nefndir. „Saga
Jóns Halldórssonar er dæmisaga úr grasrótinni“ segir ennfremur á bls. 23.
Út frá þessari nálgun vekur því athygli að sjá steinrunnið viðhorf til sagn -
fræði og bréfarannsókna, eða eins og segir á bls. 22: „Bréfin hafa [síður]
verið notuð sem heimildir … í sagnfræði“ og síðar að „Bréfin segja því sögu
alþýðunnar frekar en ráðandi stétta eins og lengi hefur loðað við sagnfræði“
(bls. 23).
Höfundur bendir á að í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum hafi nokk -
uð ítarlega verið fjallað um aðra norræna innflytjendahópa í Ameríku, eink-
um sænska og norska, og er hann þar í raun að segja að þetta rannsóknar -
svið sé mun virkara og umfangsmeira en það er með tilliti til íslenskra vest-
urfara. Þó að ekki fari mikið fyrir henni er eftirtektarverðri gagnrýni beint
að háskóladeildum og akademísku samfélagi hvað þetta varðar, sem að
sögn höfundar sýni efninu og þar með rannsóknarsviðinu vesturíslenskum
fræðum talsvert „áhugaleysi“ (bls. 19–20). Spennandi hefði verið að sjá frek-
ari umfjöllun um þetta atriði, þó að það væri líklega utan við markmið bók-
arinnar. Það hlýtur að vera mikilvæg spurning meðal fræðimanna, sem
rannsaka sögu og menningu íslenskra vesturfara, hvað valdi þessu áhuga-
leysi og hvers vegna vesturíslensk fræði hafi ekki akademískar miðstöðvar
á borð við þær sem bjóðast í norsk- og sænsk-amerískum fræðum.
Í Frelsi, menning, framför er fylgt eftir sögu fyrstu hópflutninga íslenskra
vesturfara, deilum um vesturferðirnar á áttunda áratug nítjándu aldar og
viðhorfum og upplifun vesturfaranna í Bandaríkjunum. Miðpunkturinn í
þessari frásögn er Þingeyingurinn Jón Halldórsson. Upphafskaflar verksins
kafa því nokkuð djúpt í sögu vesturferða úr Þingeyjarsýslu á árunum 1872–
1873, samfélag Íslendinga í Milwaukee og síðan búsetu Jóns í Nebraska. Hér
er augljóslega á ferð afar yfirgripsmikil rannsókn, enda hefur höfundur
lengi stundað rannsóknir á textum Jóns Halldórssonar. Þá eru nýttar heim-
ildir sem gefa efninu ákveðna dýpt, þar á meðal dagbók Jóns frá árunum
1872–1877 og þó að hún sé ekki efnismikil, eins og höfundur lýsir, nýtist
dagbókin vel í að setja sendibréfaskrif Jóns í samhengi við nærsamfélag sitt
ritdómar218
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 218