Saga - 2018, Side 223
STURLA ÞÓRÐARSON. SkALD, CHIEFTAIN AND LAWMAN. Ritstj.
Jón Viðar Sigurðsson og Sverrir Jakobsson. The Northern World: North
Europe and the Baltic c. 400‒1700 AD. Peoples, Economies and
Cultures 78. Brill. Leiden 2017. 255 bls. Heimildaskrá, nafna- og atriða -
skrá.
Fáir hafa haft jafnmikla þýðingu fyrir íslenska miðaldasögu og Sturla
Þórðar son (1214‒1284). Hann var goði, lögsögumaður, lögmaður, sagnaritari
og skáld og viðriðinn helstu atburði Sturlungaaldar, sem og ein mikilvæg-
ustu tímamót íslenskrar sögu, þegar höfðingjavald leið undir lok og Ísland
varð norskt skattland um 1262/64.
Sturla ritaði sem kunnugt er allmörg nafnkunn verk, þar á meðal Há konar
sögu, Sturlubók Landnámu og Íslendinga sögu. Í gegnum verk hans fáum við
ekki einungis innsýn í samtíma Sturlu heldur einnig heim hans sjálfs.
Í tilefni af 800 ára ártíð Sturlu árið 2014 stóðu Háskóli Íslands, Oslóar -
háskóli og Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fyrir alþjóðlegri
ráðstefnu honum til heiðurs. Ráðstefnan var haldin í Reykjavík 27.‒29. nóv-
ember 2014 og bókin Sturla Þórðarson. Skald, Chieftain and Lawman er safnrit
hennar.
Inngang bókarinnar skrifa ritstjórar hennar, þeir Jón Viðar Sigurðsson,
prófessor í miðaldasögu við Óslóarháskóla, og Sverrir Jakobsson, prófessor
í miðaldasögu við Háskóla Íslands. Þar er stjórnmálamanninum Sturlu lýst,
sem og hlutverki hans í valdabrölti þrettándu aldar. Í lok inngangsins er
vikið að tilgangi ráðstefnunnar og hann sagður vera að minnast Sturlu og
afreka hans, rýna í verk hans og leitast við að skoða hann í breiðara evrópsku
samhengi. Hér er því farið af stað af miklum metnaði og það kemur ekki á
óvart að greinarnar í bókinni eru bæði margar og fjölbreytilegar. Þennan
margbreytileika má telja til kosta bókarinnar, en það er hins vegar galli að
ritstjórar skuli ekki gera innbyrðis samhengi greinanna skil í inngangi
sínum. Lesendum bókarinnar hefði til dæmis, að ég tel, verið gerður mikill
greiði ef innihaldi hennar hefði verið raðað þematískt.
Í síðasta kafla bókarinnar, „Postscript: The Subjectivity of Sturla Þórðar -
son“, dregur Gunnar Harðarson saman þræði ráðstefnunnar og varpar fram
spurningunni hvort ráðstefnan hafi breytt fyrri þekkingu okkar og skoðun-
um á Sturlu og verkum hans. Svar hans verður bæði já og nei. Flestir fræði -
menn ráðstefnunnar voru að hans mati óvenju sammála; að hans áliti var
rauði þráðurinn í framlögum flestra meint hlutdrægni Sturlu. Andstætt fyrri
rannsóknum, sem oft rómuðu hlutleysi sagnaritarans Sturlu, eru nú flestir
sammála um nálægð hans í verkum sínum. Samanburður Gunnars á ráð -
stefnu Sturlustefnu 1984 og ráðstefnunni 2014 undirstrikar í hve miklum
mæli rannsóknir og rannsóknarspurningar fræðimanna endurspegla sam-
félagsþróun, samtíma þeirra og ríkjandi orðræðu. Þessi niðurstaða er býsna
sannfærandi.
ritdómar 221
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 221