Saga - 2018, Side 227
Sverrir Tómasson, PIPRAÐIR PÁFUGLAR. MATARGERÐARLIST ÍS -
LENDINGA Á MIÐÖLDUM. Hið íslenska bókmenntafélag. Reykjavík
2017. 172 bls. Heimildaskrá.
Einn meginþáttur mannlegrar tilveru liggur nær óbættur hjá garði í íslensk-
um sagnfræðirannsóknum og það er almennur þáttur matar, matverkunar,
matargerðar og matarmenningar í lífi landsmanna. Þó svo að heimildir af
öllum mögulegum gerðum séu ómældar hafa þær lítið sem ekkert verið
rannsakaðar í heild sinni. Lykilbókin, Íslensk matarhefð (1999), eftir Hallgerði
heitna Gísladóttur sagn- og þjóðfræðing, er orðin nær tvítug og þarfnast sár-
lega endurskoðunar; nýrra rannsókna er sannarlega þörf. Að mér vitandi er
lengsta samfellda bókarkafla um íslenska matarhefð og matarmenningu,
eftir að bók Hallgerðar kom út, að finna í bók Nönnu Rögnvaldardóttur
Icelandic Food and Cookery frá árinu 2014. Nanna styðst mikið við bók
Hallgerðar án þess að gera nákvæma grein fyrir hvað hún sækir þangað og
hvaðan aðrar heimildir hennar koma.
Tímarnir breytast og mennirnir með; nú um stundir hefur matur og
matarmenning orðið áhersluatriði á sviðum eins og ferðaþjónustu. Við það
hefur áhuginn á fyrri tíma matargerð aukist án þess að fyrir liggi viðunandi
rannsóknir og greiningar á fyrirbærinu. Nú vilja til dæmis allir skyrið
„kveðið hafa“ og skyrdósir er að finna í kælum stórverslana vestan hafs og
austan, með sterkri skírskotun í sögu þess og stöðu í íslenskri menningu.
Það er því alltaf ánægjuefni þegar fræðiútgáfur, er tengjast þessum lítt
rannsakaða þætti íslenskrar fortíðar, koma út. Fyrir síðustu jól kom út bókin
Pipraðir páfuglar. Matargerðarlist Íslendinga á miðöldum eftir Sverri Tómasson,
fyrrverandi rannsóknaprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum. Hið íslenska bókmenntafélag stendur að þessari handritaútgáfu og
er óvenjumikið lagt í útlit og prentgæði bókarinnar. Hana prýðir fjöldi glæsi-
legra mynda úr handritasafni Íslendinga.
Mestur fengur að bókinni Pipruðum páfuglum felst í fræðilegri umfjöllun
og útgáfu á uppskriftum úr hinni svokölluðu Dyflinnarbók, handriti sem
skrifað var á Íslandi á fimmtándu öld, á íslensku, og er varðveitt í Dyflinni.
Texti handritsins er nánast samhljóða þýskum og dönskum afskriftum
(Hallgerður Gísladóttir, 24). Uppskriftirnar eru 23 talsins og eru hráefnin
ævintýralega nútímaleg og spennandi og það sama má segja um eldunar -
aðferðirnar. Hallgerður Gísladóttir fjallar töluvert um uppskriftirnar og hrá-
efnin í bók sinni og þar kemur fram að feril uppskriftanna megi rekja allt til
þekkts læknaskóla í Montpellier í Suður-Frakklandi um 1300. Þaðan hafi
þær borist í þýðingum og afritum allar götur til Íslands einum 200 árum
síðar (Hallgerður Gísladóttir, 25–26).
Hallgerður birtir enga beina uppskrift úr handritinu og það er ekki fyrr
en með útgáfu Pipraðra páfugla sem þær birtast á prenti á íslensku í allri sinni
dýrð. Í fyrstu uppskriftinni lærir lesandinn að búa til valhnetuolíu og í þeirri
ritdómar 225
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 225