Saga - 2018, Síða 228
næstu möndluolíu, því næst að búa til möndlusmjör og möndlumjólk auk
þess að baka kjúkling í deigi og böku úr merg hjartardýra, svo fátt eitt sé
talið (136–139). Höfundur setur handritið í mjög áhugavert samhengi við
íslensk lækningahandrit og erlendar matreiðslubækur (124–133). Hann
fjallar örlítið um Skarðsverja og handritaást þeirra, án þess þó að tengja
Dyflinnarbókina beint við þá að svo komnu máli. Á bls. 123 segir höfundur
þó að Dyflinnarbók sé skrifuð af sömu skrifurum og viðbæturnar í Flat eyjar -
bók „eins og síðar verður vikið að“. Það er svo gert á bls. 127–128 og er full-
yrt, með tilvísun í erlenda fræðimenn, að Skarðsverjar hafi átt frumkvæðið
að ritun Dyflinnarbókar. Höfundur ályktar síðan að þó svo að ritið hafi verið
það sem hann kallar „eindæma verk“ bendi áhöld og búnaður biskupsstóla,
sem og tilvísanir í bókmenntir, til þess að „íslensk hástétt hafi þegar við lok
15. aldar og í upphafi þeirrar 16. samið sig að háttum erlends aðals og
borgar, hástéttarinnar“ (129). Einnig bætir hann við mjög áhugaverðri
athuga semd um að þessir matarhættir hafi haldist fram eftir öldum.
Einhverra hluta vegna hefur verið bætt framan við þessa fræðilegu
umfjöllun um samtíma og sögulegt samhengi Dyflinnarbókarinnar kafla um
það sem höfundur kallar „matargerðarlist Íslendinga á miðöldum“, þ.e.
„matarhæfi Íslendinga á fyrri öldum; gerð er grein fyrir hráefni því sem til
var í landinu og matreiðslu eftir tiltækum heimildum“ (14). Höfundur fer
hér um víðan völl: Æviminningar Jakobínu Sigurðardóttur frá Hornströnd -
um verða honum yrkisefni, gróteskar lýsingar á mannáti úr bókmenntum
og sögu og lýsingar á föstum og ofáti, svo nokkuð sé nefnt. Á bls. 19 segir
höfundur að nær engar heimildir séu til um „matarhæfi Íslendinga“ frá út -
komu fyrstu matreiðslubókarinnar um aldamótin 1800 og aftur á sextándu
öld, en vitnar svo sjálfur í lýsingar Daníels Vetter á heimboðum á Íslandi á
fyrstu árum sautjándu aldar á bls. 95. Hér hefði höfundur mátt vanda betur
til, taka skipulega á því sem vitað er um matargerðarlist Ís lendinga og ræða
eyðurnar í þekkingu okkar á viðfangsefninu.
kaflinn um grænmeti og lauka er því miður fullur af mótsögnum um
hvort og þá hvenær miðaldamenn (óskilgreindir) tóku að rækta matjurtir. Á
bls. 70 er eftirfarandi setning: „Miðaldamenn ræktuðu lítt grænmeti til mat-
argerðar, en þó mun það hafa þekkst snemma, enda þótt rómverskir sagna-
ritarar geri lítið úr þeirri ræktun.“ Síðan tínir höfundur til alls konar heim-
ildir um matjurtaræktun í laukagörðum, hvanngarða og myndir af kaup -
staðnum í Björgvin í Noregi þar sem greina má merki um matjurtaræktun.
Það sem stingur mest í stúf eru athugasemdir á borð við þessa: „Manns -
nafnið kálfur sem nokkrir menn bera hér á landi á miðöldum kemur þó
ekki neyslu kjöts við“ (47). Á öðrum stað í verkinu segir höfundur svo frá:
„Mannsnafnið Grís er þekkt og einn maður hefur viðurnefnið grís, Guð -
mundur grís Ámundason á Þingvelli. Ekki er vitað af hverju hann var
nefndur svo, e.t.v. var viðurnefnið þá sem nú talið hæfa höfðingjum“ (51).
Erfitt er að átta sig á hvað þessi umfjöllun kemur efninu við. Þar að auki er
ritdómar226
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 226