Saga - 2018, Page 229
að finna óvenjulega orðaleiki í kringum „tittling“ (62) og „rassgarnaenda“
(57) og tilvitnanir um „kuðungaát“ (68) er bera vott um vergirni. Í framhaldi
af áhugaverðri heimild um búshluti á Hólum í Hjaltadal árið 1396, þar sem
kemur fram að til hafi verið bæði rist og steikarteinn, er eftirfarandi athuga-
semd: „Annað orð yfir rist er brandreið en það virðist einkum hafa verið
notað til að grilla heilaga menn, píslarvotta“ (101). Margt af þessu efni kann
að þykja áhugavert í einhverju samhengi en í verki eins og þessu, sem fjallar
um matarmenningu Íslendinga á fyrri öldum, á það lítið sem ekkert erindi.
Eins og að framan hefur verið rakið er rannsóknarsvið matarmenningar
afar áhugavert og hefur verið lítt kannað. Heimildaútgáfa þessi mun örugg-
lega vekja athygli á þeim menningarkima sem matargerð er, en vissulega
hefði ég kosið að hin fræðilega umfjöllun væri bæði markvissari og fræði -
legri.
Sólveig Ólafsdóttir
Erika Sigurdson, THE CHURCH IN FOURTHEENTH-CENTURy ICE-
LAND. THE FORMATION OF AN ELITE CLERICAL IDENTITy.
Northern World: North Europe and the Baltic c. 400‒1700 A.D. Peoples
Economics and Cultures 72. Brill. Leiden 2016. 207 bls. Viðaukar, atriðis -
orðaskrá og heimildaskrá.
Í bókinni er inngangur og niður stöðu kafli en meginmáli er skipt í fimm
kafla með mis mörg um undirköflum. Annar viðaukinn telur biskupa á Ís -
landi 1056‒1550 en hinn ráðsmenn í Skál holti og á Hólum.
Markmið rannsóknar Sigurdson er lýsing á tilurð og einkennum ásýnd -
ar og sjálfsmynd ar sér hags muna hóps klerka (e. elite clerical identity) á Íslandi
á fjórtándu öld. Sögulegt um hverfi rannsóknarinnar er þróun kirkjunnar
eftir stjórnskipunar- og lagabreyt ingarnar á síðari hluta þrettándu aldar en
stofnunin breyttist mjög við nýja stöðu sem henni var þá úthlutað. kjarni
málsins eru embættismenn kirkju sem héldu staði að léni (beneficio) eða
höfðu há embætti, að frátöldum biskupunum (e. sub-episcopal elite clerics),
sem Sigurdson kallar mestháttar presta með vísun í Lárentíus sögu. Rann -
sóknaraðferðina (prosopographical approach, sjá t.d. 27‒28 og 180) kann ég
ekki að nefna á íslensku en hún felst í því að kanna tengsl og samskipti, en
samhengi grein ing ar inn ar er félags legt og hagrænt ásamt því að tekið er
mið af uppbyggingu kirkju stofn un ar inn ar og vexti hennar á rann sóknar -
tímabilinu og félagsneti sem náði til norskra klerka. Rannsókninni er deilt í
tímabil: Talsverð umfjöllun er um breyt inga tím ann 1262‒1297, þar sem
Gamli sátt máli afmarkar tímabilið annars vegar en hins vegar er sættar -
gerðin í Ögvaldsnesi, sem skilgreindi endanlega forsendur leyfis kirkju til
ritdómar 227
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 227