Saga - 2018, Blaðsíða 230
að veita klerkum kirkjustaði að léni. Frek ari umfjöllun um kerfis- og stofn -
analega þætti í sam hengi við myndun elít unnar nær svo til ársins 1380, með
þeim rökum að fjar að hafi undan samböndunum á þeim tíma þegar kon-
ungleg tengsl við Noreg voru rofin og páfi hóf að skipa biskupa (29). Tíma -
bilið sem greining á ásýnd mestháttar presta nær yfir er í meg in atriðum frá
1320 til 1404 og markast af varð veitt um heim ildum annars vegar og plág -
unni hins vegar (28). Þar notar Sigurdson að al lega frá sagn arheimildir, fyrst
og fremst Lárentíus sögu og aðrar bisk upa sögur, en jafn framt annála, sem
hún færir rök fyrir að megi flokka meðal frá sagna (7‒9; 49‒53).
Sig urd son rekur ýmis dæmi og niðurstaða hennar er að eftir því sem
leið á fjórtándu öld hafi orðið til meðvituð eining meðal mest háttar presta
sem var styrkt með sam skipt um þeirra á milli og við biskup (146‒148).
Tengslin voru bæði í formi vin skapar og ýmiss kon ar sam vinnu í starfi, sem
var þó háð biskupsvaldi. Hún fjallar einn ig um sambönd sem mynduðust
þegar átök urðu, ásamt því að klerkar hafi getað styrkt stöðu sína í gegn um
óskilgetin börn sín, einkum syni. Tengslin voru þó ekki að eins inn an lands,
því eins og sýnt er voru Noregsferðir hluti af lífi og starfi þeirra sem Sigurd -
son fjall ar um, ásamt þeirri lærðu og rituðu latínu menn ingu sem umlukti
það (174‒175).
Rannsókn á fjórtándu öld er í sjálfu sér frum kvöðla starf og sérstakt fagn -
aðar efni, enda er hún minnst rann sak aða öld Íslands sög unnar og þar af leið -
andi sú öld þar sem mest skortir á heildarsýn yfir tímabilið. Mikilvægasta
fram lag rannsóknarinnar er að greina milli stjórn endur í stjórn sýslu sem
afmarkaðan þjóðfélagshóp (179) á því tímabili sem skipunarvald biskupa
var erlendis með fáum und an tekn ing um, þ.e.a.s. á fjórtándu öld og jafnvel
lengur (177‒182), og Sigurdson nær því markmiði sínu. Gagnið af bók
Sigurd son er ótvírætt, meðal annars vegna þess að ný bók um nýtt efni
vekur spurningar og gefur tilefni til áframhaldandi rannsókna og umræðna.
Hér verður hún notuð til þess að ræða atriði sem varða almennar forsendur
rannsókna um kirkjutengd málefni á síðmiðöldum.
Þótt lesandi bókarinnar sann færist um tilurð þessa þjóðfélagshóps og
stöðu hans sem „elítu“ innan klerkastéttarinnar, og verði fróðari um hann,
er skortur á skýrri undirstöðugreiningu helsti galli verksins. Hug takið elíta
mun hafa sterkt gildi í fél ags vís ind um og þarf vísast að skilja í samhengi við
bók eftir C. Wright Mills frá 1956, The Power Elite, og hvernig það er síðan
haft yfir þá sem hafa hlut fallslega meira en aðrir af einhverju sér til góðs, t.d.
fjármunum og völdum. Það veikir hins vegar greiningu Sigurdson að hún
gerir ekki grein fyrir fræðilegum grunni þessa hugtaks og með förum þess í
rann sókn inni en virðist ganga út frá því að fyrirbærið eigi sér nánast nátt-
úrulega tilvist.
Grundvallarforsendur greiningar Sigurdson á mestháttar prestunum eru
þó þær að hún ályktar réttilega að kirkjan hafi verið orðin ann arskonar
stofnun á fjórtándu öld en verið hafði á þjóð veld istímanum. Þetta komi
ritdómar228
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 228