Saga - 2018, Page 232
Grein ing mestháttar klerka sem þjóðfélagshóps yrði mark viss ari ef tekið
væri mið af þeim heimildum sem höfðu bein línis þann tilgang að skilgreina
hann. Sættargerðin í Ögvaldsnesi var samningur íslensks biskups, að ráði
erkibiskups, við Noregskonung og hafði lagagildi: „Bjóðum vér yður öllum
að halda þetta fyrir lög“ (DI II 325). Það er mótsögn í því að miða tilurð
mestháttar klerka sem sérstaks þjóð fél ags hóps við þessa sætt ar gerð án þess
að lýsa lögformlegu sam hengi nánar, því að eins og Magnús Stefánsson
sýndi fyrir margt löngu snerist hún um túlkun á laga bók staf sem var til fyrir
(Saga Íslands III, bls. 223–226). Það voru einmitt ofangreind sættargerð frá
1277 sem tryggði kirkjuvaldi sjálfstætt vald og kristinréttur Árna sem lög -
festi yfirráð kirkju yfir stöðum. Allar höfðu þessar lögfestingar afleið ingar,
rétt eins og sættargerðin í Ögvaldsnesi, og þær kallast hver á við aðra.
kristinrétturinn staðfesti til dæmis einnig lögstétt klerka (privilegium canonis)
hérlendis (Bannfæring og kirkjuvald, bls. 298, 414–417, 437, 440) og sú stétt var
aðeins til sem hluti stigveldis Rómakirkjunnar. Frá þessu sjónarmiði nær
hugtakið mestháttar prestar í meðförum Sigurdson yfir þá sem sátu í hæstu
embættum sem Íslendingum stóð til boða innan stigveldis kirkjunnar á
þeim tíma sem val biskupa fyrir Ísland var í höndum útlendinga.
Þessi stétt innan stéttar, eða hópur með eigið félagsnet, sem Sigurdson
vekur máls á í bók sinni dregur fram afar áhugaverðan flöt á íslensku þjóð -
félagi og stjórnmálum á síðmiðöldum og full ástæða er til frekari slíkra
rannsókna á starfsstéttum innan kirkjunnar, sem kunna að hafa verið marg-
brotnari en hingað til hefur virst.
Lára Magnúsardóttir
Snorri G. Bergsson, ERLENDUR LANDSHORNALÝÐUR? FLÓTTA-
MENN OG FRAMANDI ÚTLENDINGAR Á ÍSLANDI 1853–1940.
Reykjavík 2017. 375 bls. Myndir, nafnaskrá.
Málefni innflytjenda og flóttamanna hafa verið hitamál á síðustu árum. Vax -
andi hreyfanleiki fólks og fjölgun fólks á flótta hefur valdið því að þjóðríkja-
fyrirkomulagið er komið að þolmörkum. Velmegandi ríki Evrópu og Norður-
Ameríku reisa sífellt fleiri og hærri múra milli sín og annarra heimshluta og
grípa til harkalegra aðgerða til að halda úti því fólki sem er talið óæskilegt,
og leiðir það gjarna til árekstra. Líkt og svo oft er þá leitað í söguna, t.d. í
þeim tilgangi að finna víti til varnaðar eða réttlæta aðgerðir til að hindra
fólksflutninga. Fyrir jólin 2017 kom út sagnfræðilegt innlegg í umræðuna
um flóttamenn og innflytjendur, ritið Erlendur landshornalýður? Flóttamenn
og framandi útlendingar á Íslandi, 1853–1940 eftir Snorra G. Bergsson sagn -
fræð ing. Eins og titillinn gefur til kynna fjallar bókin um tæplega 100 ára
ritdómar230
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 230