Saga - 2018, Side 233
tíma bil, frá miðri nítjándu öld og fram að síðari heimsstyrjöld, en það er
afskaplega áhugavert tímabil í Íslandssögunni að því er varðar innflytjendur
og flóttamenn. Þá var Ísland hluti af stærra ríki og því hafði stór hópur
fólks, sem við myndum kalla útlendinga í dag, full borgaraleg réttindi á
Íslandi. Einnig voru lög og reglur um útlendinga afar veik, enda sú hugsun
almennt ekki ríkjandi á Vesturlöndum að takmarka ætti fólksflutninga að
neinu umtalsverðu marki fyrr en í fyrri heimsstyrjöldinni. Á tímabilinu
1853–1940 urðu stórfelldar breytingar í viðhorfum til útlendinga, innflytj-
enda og stöðu þeirra í samfélaginu. Mótun þjóðríkisins hélst í hendur við
aukna þjóðernishyggju og útbreiðslu hugmynda um að Ísland ætti fyrst og
fremst að vera fyrir Íslendinga. Bókin er þannig tilraun til að fylla upp í
þekkingareyður á tímum þegar nútímaumgjörð utan um innflutning fólks
til Íslands er í mótun.
Þar sem bókin tekur fyrir tiltölulega langt tímabil bætir hún umtals -
verðu við þekkingu okkar á sögu fólksflutninga í íslensku samhengi og inni-
heldur ýmsar verðmætar upplýsingar fyrir rannsóknir á þessu sviði. Í henni
er t.a.m. að finna greinargott yfirlit yfir lagalegt umhverfi innflytjenda, en
nýjungarnar felast fyrst og fremst í því að þarna er tekin saman saga gyð -
inga á Íslandi og ekki síst saga viðhorfa og stefnu íslenskra stjórnvalda
gagnvart gyðingum á tæplega 90 ára tímabili. Í bókinni er því m.a. að finna
áhugaverða umfjöllun um gyðinga á Íslandi á nítjándu öld, t.d. kafla um lög
um gyðinga, sem sett voru í danska alríkinu um miðja öldina, og um ýmsa
gyðinga (eða meinta gyðinga) sem versluðu á Íslandi og settust jafnvel að í
landinu til lengri eða skemmri tíma, ásamt greiningu á viðbrögðum Íslend -
inga við slíkum uppátækjum. Bitastæðasta umfjöllunin verður þó að teljast
frásögn af tilraunum evrópskra gyðinga til að flýja nasista og taka upp
búsetu á Íslandi, á fjórða áratug tuttugustu aldar, og stefnu íslenskra stjórn-
valda gagnvart þeim. Þetta er í fyrsta sinn sem gerð er tilraun til að fjalla
með yfirgripsmiklum og margslungnum hætti á íslensku um gyðinga og
Ísland í síðari heimsstyrjöldinni. Áður hefur Einar Heimisson fjallað um
flóttamenn á Íslandi á fjórða áratug tuttugustu aldar, í doktorsritgerð á
þýsku frá Albert-Ludwigs-Universität í Freiburg.
Erlendur landshornalýður? skiptist í tvo tiltölulega jafnlanga hluta. Sá fyrri
fjallar um útlendinga og íslenskt samfélag á tímabilinu 1853–1937 og er
byggður á MA-ritgerð höfundar í sagnfræði við Háskóla Íslands. Þar er
fjallað um nokkra kynlega kvisti sem lögðu leið sína til Íslands, með sér -
stakri áherslu á gyðinga og aðra „framandi“ útlendinga að mati höfundar. Í
þeim síðari er einblínt á viðbrögð Íslendinga við „þýska flóttamannavand-
anum“, þ.e. flótta gyðinga undan nasistum, á tímabilinu 1933–1939. Hlut -
arnir tveir eru nokkuð ólíkir. Í þeim fyrri er fjallað um 80 ára sögu breiðs
hóps en síðari hlutinn hefur mjög afmarkað viðfangsefni. Hlutarnir eru
einnig skrifaðir á ólíkum tíma, eins og Snorri nefnir í eftirmála. Hann lauk
MA-prófi árið 1994 en síðari hlutinn er nýrri, afrakstur vinnu sem fór að
ritdómar 231
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 231