Saga - 2018, Blaðsíða 234
mestu fram á árunum 1998–2001, 2015 og 2017. Það er auðsætt að ritfærni
höfundar hefur aukist á þeim tíma sem liðið hefur milli þess sem ólíkir hlut-
ar bókarinnar voru fyrst settir á blað. Í síðari hlutanum gætir talsvert betri
vinnubragða hvað varðar heimildanotkun og -úrvinnslu, en í fyrri hlutan -
um má setja út á ýmislegt er varðar þessa þætti. Þar vekur athygli að um -
fjöllunin er nær einvörðungu unnin upp úr frumheimildum; aðstæður á
Íslandi eru bornar saman við þróun erlendis án þess að vísað sé til heimilda
og þær erlendu fræðilegu eftirheimildir sem bókin styðst við eru flestar
komnar mjög til ára sinna. Það hefur því ekki verið unnið nægilega að því
að uppfæra þennan rúmlega 20 ára gamla texta til þess að hann endurspegli
betur þær breytingar sem hafa orðið á þekkingu og umfjöllun um útlend -
inga og innflytjendur frá ritunartímanum og fram að útgáfu. Seinni hluti
bókarinnar er mun vandaðri hvað þetta varðar. Höfundur notar gjarna ný -
legar eftirheimildir og vísar í rannsóknir annarra fræðimanna í texta. Þó
kallar heildarnálgun höfundar á nokkrar athugasemdir.
Eins og höfundur bendir sjálfur á er almennt mikill áhugi á fólksflutn-
ingum og fólksflótta og myndast hefur rík þörf á að skilja sögu og samtíma
þessara fyrirbæra í kjölfar aukinna fólksflutninga til Vesturlanda og viða -
miklla tilrauna ríkja Norður-Ameríku og Evrópu til að stemma stigu við
umferð fólks yfir landamæri sín. Í samfélagsgreinum á borð við mannfræði,
félagsfræði, uppeldis- og menntunarfræði og jafnvel sagnfræði er því tölu-
verðu púðri eytt í að glíma við ólíkar hliðar þessara fyrirbæra. Sá fræðilegi
litteratúr sem fjallar um hreyfanleika, samfélagslega stöðu flóttamanna,
menntun flóttabarna og sögu fólksflutninga, svo dæmi séu tekin, er því
orðinn mjög umfangsmikill. Má þar nefna lykilverk Dirks Hoerder, Cultures
in contact (2002), áhugaverð rit á sviði hnattrænnar sögu (e. global history),
eins og A World Connecting 1870–1945 (2012) í ritstjórn Emily S. Rosenberg,
og nýleg rit á sviði þvermenningarlegrar sögu (e. transcultural history), t.d.
Transcultural history (2012), Entangled Histories (2014) og The Dynamics of
Transculturality (2015), sem skapa nýjan og spennandi túlkunarramma á
sviði sögu fólksflutninga. Þá eru ekki meðtalin fræði sem lúta óbeint að
þessum viðfangsefnum, t.d. rannsóknum á þjóðríkinu, þjóðernishyggju,
mannkynbótum, rasisma og mörgu fleiru. Höfundur gerir mjög takmark -
aðar tilraunir til þess að setja umfjöllunarefni sitt í samhengi við nýlega inn-
lenda eða erlenda fræðilega umræðu um fólksflutninga og fólksflótta. Það
er sérstaklega áberandi í fyrri hluta bókarinnar, þar sem sjaldan eða aldrei
er vísað í rannsóknir annarra fræðimanna þótt fjallað sé um allskonar við -
fangsefni sem bæði innlendir og erlendir fræðimenn hafa rannsakað til
hlítar. Er þetta sérstaklega áberandi í tilfelli íslenskra sagnfræðirannsókna
sem eru ekki fleiri en svo að nokkuð auðvelt er að ná utan um þær. Þetta á
til að mynda við um hugmyndir um innflutning fólks í íslenskar sveitir
undir lok nítjándu aldar og í upphafi þeirrar tuttugustu, mannkynbætur og
siðspillingu í þéttbýli, svo dæmi séu tekin. Þetta er allt efni sem aðrir fræði -
ritdómar232
Saga vor 2018.qxp_Saga haust 2004 - NOTA 30.4.2018 12:12 Page 232